Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Rafmagn framleitt með sjó.

waves2 Vatnið á Íslandi er eitt af því sem ég sakna mest þegar ég hef dvalist meira en  viku erlendis. Það er ekki einungis að maður þurfi að greiða fyrir vatnið erlendis, heldur jafnast ekkert á við það að drekka ískalt vatnið, beint úr íslenska krananum. 

Eins og ég hef áður bent á, þá verða vatnsréttindi sífellt verðmætari. Nú bendir ný og stórkostleg tækni, einnig til þess að land sem hefur aðgang að sjó, muni einnig verða verðmætara og þess mun ekki langt að bíða. 

Þessi tækni, ný eða gömul, er framleiðsla rafmagns með sjávarföllum (öldum). Í dag notar plánetan okkar 14.000 þús Twh af rafmagni, en talið er að virkanlegt afl í sjávarföllum sé 80.000 Twh. Tæknin sem er notuð, er ekki ósvipuð þeirri sem notuð er í vindmyllum, sem framleiða rafmagn, þ.s það eru notaðar svipaðar túrbínur. Ólíkt vindinum eru sjávarföllin mjög áreiðanleg til rafmagnsframleiðslu og engin sjónmengun er til staðar. Eins og staðan er í dag er þetta dýr framleiðsla en það mun breytast á skemmri tíma en við höldum. 

Bandaríkjastjórn hefur nýverið, sett ný lög sem heita  “Marine and Hydrokinetic Renewable Energy Promotion Act” sem leyfa fyrirtækjum að draga frá skatti fjárfestingar í sjávarfalla-iðnaðinum. Einnig hefur þingið veitt 50 miljónum dala árlega í rannsóknarstyrk. Í síðustu viku, byrjaði tilraunaverkefni með sjávarfalla rafmagnsframleiðslu í Cornwall á Englandi. Þetta verkefni mun sjá um 7500 heimilum fyrir rafmagni.  

 Eins og allir Íslendingar vita, þá búum við á eyju, umkringd Atlandshafinu. Þetta skapar okkur gífurlega möguleika í framtíðinni og er þó nóg af þeim fyrir.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband