Rudy Giuliani í viðtali.

Seinnipartinn í dag, var ég að horfa á NBC-Europe sjónvarpsstöðina, þ.s forsetaframbjóðandinn og fyrrverandi borgarstjóri NY borgar, Rudy Giuliani sat fyrir svörum. Það sem mér þótti athyglisverðast í viðtalinu var aðgangsharka þátta-spyrjandans varðandi persónuleg mál Giuliani.  Spyrjandinn var maður um sextugt og hann var greinilega ekki nýbyrjaður í “bransanum”. Spurningarnar voru hnitmiðaðar og þetta voru ekki hin leiðigjörnu íslensku “Seljan” skot.

 

Giuliani svaraði öllum spurningum á öruggan og yfirvegaðan hátt en í viðtalinu viðurkenndi hann ýmis embættis mistök í gegnum tíðina en batnandi manni er best að lifa.

 

Sem dæmi, þá lét hann lögreglumann fylgja vinkonu sinni (eiginkona í dag) hvert fótmál frá árinu 2000. Þetta var gert vegna líflátshótana  og með ráðgjöf lögregluembættis NY borgar. Í þessu tilfelli átti Giuliani að vera að eyða peningum skattborgaranna.

 

Einnig var spurt út í fyrirtækjarekstur borgarstjórans en hann á stórt og umsvifamikið alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki. Giuliani, sagðist ekki koma nálægt daglegum rekstri en auðvitað væri hann eigandi og sem slíkur bæri hann ábyrgð á rekstrinum. Ekki stendur til að breyta því í framtíðinni að hans sögn.

 

Giuliani var að lokum spurður út í afstöðu sína til samkynhneigðar. Hann sagðist vera kaþólikki og í sjálfu sér bæri hann virðingu fyrir samkynhneigðum, það væri hinsvegar gjörningar eða framkvæmdir samkynhneigðra sem hann væri mótfallinn. Væntanlega hefur hann átt við kynferðislegar athafnir !  En þarna talaði greinilega pólitíkus og einstaklingur sem er vanur að vera í sviðsljósinu. . Það verður gaman að fylgjast með hinum litríka persónuleika Giuliani á komandi mánuðum og hvernig honum reiðir af í prófkjörinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Það er nú nokkuð langt síðan Giuliani hætti sem borgarstjóri NY borgar.  Ætli það hafi ekki verið um 2000, eða svo.

Kristján Magnús Arason, 14.12.2007 kl. 15:18

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Þetta er rétt hjá þér Kristján.M.Arason.  Einkennilegt að engin "bloggfélagi" hefur komið með þessa athugasemd. Gyðingurinn Blommberg tók við embættinu 1.jan. 2002. Þetta sýnir e.t.v hvað fjölmiðlar geta gert okkur !!

Birgir Guðjónsson, 15.12.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband