Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Eru Bandaríkin tæknilega gjaldþrota.

Ég var við nám í U.S.A í þrjú ár og eru þetta land anzi hugleikið. Bandaríkin skulda 8,4 triljónir dollara ( ætla ekki að að reyna að umreikna). Einungis vaxtagreiðslur af lántökum eru 350 Biljónir dollara.

Við þetta má bæta að fleiri skuldir eiga eftir að koma til, áfallnar skuldir eru ca. 8 triljónir í viðbót. Þetta eru lífeyrisskuldbindingar bandaríska alríkissins sem eiga eftir að koma til greiðslu þegar starfsmenn fara á eftirlaun. Fyrir þá sem ekki þekkja ameríska kerfið þá er ekki lagt fyrir lífeyriskuldum hjá ríkisfyrirtækjum líkt og er gert á Íslandi.Það eru prentaðir dollarar hjá bandaríska seðlabankanum þegar á að greiða og þess vegna fellur dollarinn í verði.

Fyrr á árinu rak Bush forseti Paul O'Neill sem er og var í áhrifastarfi sem (Secretary of the Treasury, the United States), þ.s hann var í forsvari vegna skýrslu sem greindi frá því að bandaríska alríkið sér fram á að greiða 69 triljónir dollara sem var ekki búið að fjármagna. Það átti að birta þessa skýrslu opinberlega en Bush forseti kom í veg fyrir það. Nota bene ! Bandaríska alríkið er tæknilega gjaldþrota. Þes vegna eru margir seðlabanka heims að færa gjaldeyrisforða sinn yfir í Evrur og verðmæti dollarans að minnka stöðugt en það hefur gerst síðan Nixon kippti dollaranum úr tengslum við gullfótinn ( að vísu með undantekningu) frá 1971,  til að fjármagna ríkishallan af Vietnam stríðinu. ( meira seinna um þetta mál ).


Valdabaráttan í Rússlandi.

Já, þetta er merkileg frétt sem birtist á mbl.is í dag um leyniskjöl sem Lítvínenkó hafði undir höndum. Þetta styður frásögn mína hér á bloggsíðunni um mikla valdabaráttu í Rússlandi.


mbl.is Segir Lítvínenkó hafa verið myrtan vegna leyniskjala er hann bjó yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússland og Pútin

Ég hef að undanförnu verið að velta fyrir mér stjórnarfari og stjórnarháttum í Rússlandi. Svo virðist sem Pútin fyrrverandi leyniþjónustumaður KGB og júdóafreksmaður haldi mjög fast um stjórnartaumana í þessu stórveldi. Það er greinilega mikil ólga í landinu sem kraumar neðanjarðar og ástæðan er eflaust barátta um auð og völd.

Undanfarin misseri hafa borist fréttir um að háttsettir einstaklingar í fjármálakerfi Rússlands hafa verið vegnir úr launsátri svo ekki sé minnst á morð tveggja einstaklinga sem gagnrýnt höfðu stjórnkerfið í Rússlandi þ.s á þekktri blaðakonu og einnig fyrrum KBG leyniþjónustumanni sem flúði til vesturlanda. Einnig má nefna að breskur stjórnarformaður umsvifamesta vogunarsjóðs Rússlands var meinað um vegabréfsáritun til landsins. Eflaust hafa margir fylgst með máli Mikhail Khodorkovsky sem var sendur í fangelsi til Síberíu eftir sýndarréttarhöld þ.s Pútín réð ferðinni. Fyrirtæki Khodorkovsky, Yukos Oil var gert gjaldþrota og allar eignir þess voru færðar undir ríkisfyrirtækið Rosneft. Af M.K er það að frétta að hann varð fyrir hnífstunguárás í fangelsisvistinni og kæmi mér ekki á óvart að eftir nokkur misseri þegar heimurinn hefur gleymt honum, muni hann láta lífið á einhvern undarlegan hátt !!

Það nýjasta hjá Pútín er aðför að olífyrirtækinu Royal Dutch Shell. Shell gerði samning við ríkistjórn Boris Yeltsins um 1990 um gasréttindi á Sakhalin eyju sem er á austurströnd Rússlands. Shell hefur lagt til hundruða miljarða ísk.kr til verkefnisins og áætlar að leggja til um 700 miljarða á næstu árum. Samkvæmt samningi við Yeltsin áttu þeir að fá í sinn hlut 55 % af hagnaði.

það gerðist hinsvegar nýlega að Pútin sigaði umhverfistofnun Rússlands (Rosprirodnadzor) á Shell og hótaði stofnunin því að öll borunarréttindi verði tekin af þeim á þeim grundvelli að Shell hefði ekki staðið við umhverfisstaðla !  Þarna var fyrirtækinu stillt upp við vegg og Shell er búið að senda tilboð til ríkistjórnar Pútíns um að þeir sætti sig við 25 % sem er auðvitað langt frá upphaflegum samning. Hver mun fá 30 % sem Shell ætlar að gefa eftir, það mun vera ríkis-olíufyrirtækið Gazprom.

AÐ lokum má geta þess að yfirstjórnendur Gazprom og Rosneft starfa undir verndarvæng Pútíns enda eru þessi fyrirtæki í eigu ríkisins.


Lestarslys á fjöllum.

Þessi lestarslys á fjöllum eru orðin kómísk og spurningin er, hvar er vinnueftirlit ríkisins og jafnvel lögreglan á Egilsstöðum!  Lögreglan gæti sent tvö menn á fjöll til umferðarstjórnunar og jafnvel hraðamælt í göngunum. Ítalir eru nú einu sinni þekktir fyrir að aka greitt. Þetta er því miður ekki fyrsta lestarslysið í jarðgöngunum og ljóst er að það vantar mikið upp á skipulag og öryggisstjórnun hjá verktakanum. Hvað er fyrirtækið að gera sem tók að sér eftirlit með framkvæmdunum fyrir 1,6 Miljarð króna fyrir hönd Landsvirkjunnar.


mbl.is Meiddust lítið í lestarslysi og verða útskrifaðir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orka og Hugvit.

Í síðustu viku var gleðileg frétt í fjölmiðlum. Fyrirtækið ENEX hefur verið að skipuleggja og verið í framkvæmdum á nýrri hitaveitu í Kína. Einnig áformar ENEX að ljúka öðrum áfanga árið 2008 og það mun verða stærsta hitaveita fyrir utan Ísland. Þetta eru gleðileg tíðindi og ljóst mun vera að eftirspurn eftir íslensku hugviti á þessu sviði mun stór-aukast á næstu misserum.

 Í Kína eru um 2.000 þús. orkuver sem knúinn eru með kolum og þau setja út í andrúmsloftið um 670 miljónir tonna af koltvísýringi á ári hverju. Þetta gerir Kínverska alþýðulýðveldið að mengaðasta landi heims.

 Í Kína er mikil eftirspurn eftir rafmagni og einnig mikil þrýstingur á ráðamenn þar að minnka mengunina, þ.e.a.s að loka kola-orkuverunum. Þetta gerir áform Enex mjög spennandi þar sem markaðurinn  í Kína er gífurlega stór. Að vísu verður að nefna að það eru fleiri en Enex sem geta byggt upp hitaveitur en það eru fyrirtæki í Kaliforníu og norðurlöndum sem ráða við þessi verkefni og fjármögnun.

Kínverjar eru að setja mikla fjármuni í orkugeiran. Þeir áforma að reisa 2 til 3 ný kjarnorkuver á hverju ári og eru með 10 ára stefnumörkun á því sviði. Þeir eru líka með stór áform að sækja olíu til Afríku og eru þessa dagana að kaupa að heilu eða hálfu fyrirtæki á því sviði. Þeir hafa einnig nýverið gert samning við Ástralíu sem tryggir þeim úraníum en eftir því frumefni mun vera meiri eftirspurn en framboð og verðið fer stighækkandi á heimsmarkaði.

 Kinverjar eru einnig að reisa vindorkuver og eru þessar vikurnar að opna 49 MW orkuver sem minnkar CO2 um 110.000 tonn. Ég tel að það sé mjög stutt í það að vindorkuver verði reist á Íslandi. Því miður hafa stóru orkufyrirtækin ekki áhuga á þessu eins og er og þá er spurning hvort aðrir fjárfestar sjái ekki möguleika á þessu sviði. Samkvæmt nýju raforkulögunum á ekki að vera mál að selja raforku inn á landsnetið. Allaveganna á ekki að vera pólitísk hindrun líkt og gerðist með Irving Oil þegar þeir ætluðu að koma til landsins um árið.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband