Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

"Wanted" : Samgöngumálaráðherra.

Undanfarið hafa margvíslegar utanlandsferðir hinna ýmsu ráðherra vakið undrun ef ekki hneykslan hins almenna borgara.

 

Eftir áramót stendur hið háttvirta Alþingi Íslendinga yfir í 8 vikur og væntanlega lýkur því á morgun. Og hvar er Sturla Böðvarsson , samgöngumálaráðherra ?

Jú, hann fór á ráðstefnu til Bandaríkjanna í síðustu viku og spurning hvort hann verður viðstaddur eldhúsdagsumræður sem fara fram í kvöld. Kannski verður hann mættur, kemur í ljós í kvöld. Um hvað fjallaði ráðstefnan – “Markaðssetning skemmtiferðaskipa”. Er ekki til nóg af slíkri sérþekkingu á landinu !  Vill ég benda á markaðsdeild Faxaflóahafna í þessu sambandi. En Reykjavík tekur á móti langflestum skemmtiferða skipum sem koma til landsins.

 

Síðan má einnig minnast Afríku reisu Frú Valgerðar þ.s hún ásamt 3-4 starfsmönnum utanríkisráðuneytisins fóru til Uganda og síðan í kaffiboð til Sigríðar Dúnu sendiherra. Með í för voru einnig kvikmyndatökumenn Íslenska ríkissjónvarpsins.

 

Ég hef svo sem ekkert við það að athuga að ráðherrar fari á ráðstefnur ef hægt er réttlæta það fyrir almenning. Það væri hinsvegar heppilegra að það gerðist utan hins stutta og hefðbundna starfstíma Alþingis.


Framsóknarsjóður háttvirts ráðherra.

Athyglisverða grein má sjá hjá bloggvini mínum Þorsteini sjá hér.

Svo virðist sem framkvæmdarsjóður aldraða hafi verið misnotaður af heilbrigðisráðuneytinu. Eins og flestir vita sem gera skattskýrslu þá greiðir mikill meirihluta landsmanna í þennan sjóð og er sjóðurinn orðinn anzi digur. Nú berast fréttir af því í kjölfar fyrirspurnar Ástu Ragnheiðar alþingismanns til Sivjar Friðleifsdóttur framsóknarráðherra að framkvæmdasjóður hafi verið misnotaður. Ef mig misminnir ekki þá fjallar reglugerð um sjóðinn á þann veg að sjóðinn eigi eingöngu að nota til uppbyggingu,viðhalds,rekstur o.s.f á þjónusturýmum fyrir aldraða. 

Svo virðist sem þetta hafi verið brotið og kallast því lögbrot. Búið er að greiða úr sjóðnum talverða fjármuni í óskyld verkefni án þess að heimild hafi verið fyrir hendi samkvæmt upplýsingum sem Ásta Ragnheiður fékk í hendur frá hinu háttvirta ráðuneyti. Eitthvað virðist bókhald ráðuneytisins vera í ólagi þar sem ráðuneytið ber fyrir sig að gögn hafi týnst og þeim hafi jafnvel verið eytt !  Fyrir misseri síðan kom upp hneykslismál hjá Byrginu , þ.s rekstur og bókhald var í miklu ólagi og grunur lék á að ílla væri farið með fé almennings. Ríkisendurskoðun var sett í málið með hraði og skilaði af sér skýrslu hratt og örugglega. Forstöðumanni var vikið frá og rekstrinum hætt.  Er það ekki orðin spurning hvort að ríkisendurskoðun fari í  "endurskoðun" á framkvæmdarsjóði aldraða sem fyrst.

Það er í raun siðferðisleg spurning hvort að það sé grundvöllur fyrir framsóknarráðherrann að hefja sína kosningabaráttu nema að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi þetta mál. Einnig hlýtur framsóknarflokkurinn í heild sinni að bera ábyrgð og moka flórinn.


Eurovision-HISSA

Var að horfa á frumsýningu á Eurovision myndbandi Eiríks Haukssonar. Eftir að hafa lesið bloggið hjá femínistanum og VG-konunni Sóley Tómasdóttur stóð ég mig óvart að því að telja karlmennina í myndbandinu. Fyrst voru 4 karlmenn í bílnum sem brunaði um sveitaveginn, síðan 5 og í endan voru þeir 6.  Þeir sem trúa þessu ekki skulu skoða myndbandið aftur. Það var ekkert klám, bara karlmennskan beint í æð. Karlmenn í íslenskri náttúru, á blæjubíl, frjálsir, hárið sveiflaðist í vindinum.....

Dóttir mín, benti mér á að vera ekki að lesa þessi "VG-femínistablogg" það væri andlega hættulegt !

 


Framsóknarblús

Eygló Harðar, Vestmannaeyjamær skrifar í bloggi sínu um helgina, pistil til varnar Frú Valgerði. Titill pistilsins er “Froðufellandi framkvæmdarstjóri ÞSSÍ” en þar vísar hún í samtal sem fréttamaður útvarpsins átti við Sighvat framkvæmdarstjóra ÞSSÍ og Sendi-herra.

 

Því verður ekki neitað að Sighvati var ansi mikið niðri fyrir en lái honum hver sem vill, Sighvatur var að fá fréttir um að stofnunin sem hann ber ábyrgð á, ætti að leggja niður og fella inn í utanríkisráðuneytið sem undirdeild.  Vekur þessi tímasetning furðu af hálfu ráðuneytisins að birta þessar upplýsingar opinberlega,  þegar forstöðumaðurinn er staddur í miðjum frumskógi Afríku og varla í símasambandi eins og heyra mátti af skruðningum sem voru á línunni í áðurnefndu viðtali.

 

Hitt er svo annað mál og lýsir jafnframt fyrri verkum hjá Frúnni að þessi stefnumótunarvinna er mjög ómarkviss. Það er verið að eyða peningum skattborgarana í vinnu sem er nánast marklaus. Það kom fram hjá Frúnni í blaðaviðtali að það var aldrei stefnan að semja um málið frumvarp, enda einungis ein vika eftir af þingi.

 

Nú er það svo að Framsóknarflokkurinn mun enda með 7-10 % fylgi í næstkomandi kosningum, þrátt fyrir mikla baráttu að koma sér ofar (tilvonandi kosningaloforð). Því miður er brautin þyrnum stráð, brostin og brotin kosningaloforð fyrri ára, valda og hagsmunapot sem kjósendur munu ekki fyrirgefa “FLOKKNUM”.  Það kemur því í hlut nýrra valdhafa að fara með lyklavöldin í utanríkisráðuneytinu og með nýjum manni koma nýir vindar og að öllum líkindum verður öll þessi vinna til einskis.

 

Hversu oft höfum við kjósendur ekki séð þetta leikrit áður ?  


Frjálsi fuglinn.

Sá aðeins fyrirsögnina á fréttinni um að Þorleifur frá Holti hefði sést í Suður-Englandi. Þetta vakti forvitni mína. Þetta hefði getað verið síðasti framsóknarmaðurinn flúinn að hólmi , nú eða einhver alræmdur bófi og hestaþjófur. Ég opnaði því fréttina til að lesa nánar um Þorleif frá Holti.

Nei, það kom í ljós að fréttin er um fallegan fugl sem skýrður var Þorleifur. Hann ferðast til Frakklands og Englands og þess á milli sækir hann okkur heim á klakann. Þorleifur þarf ekkert að spá í eftirlit ríkisins með ferðamönnum, þrátt fyrir að hafa vaðið alla svæsnustu drullupollana í France og UK. Nú og ekki þarf hann að eiga við ferðaskrifstofurnar og "flugfélögin tvö"  eins og við hin.

Fjölskyldan er þessa dagana að spá í sólarlandaferð. Án þess að hafa gert vísindalega samanburð á verði sumarið 2007 miðað við undanfarin tvö ár þá finnst mér samt sem áður að verðið hafi hækkað allnokkuð. Eitthvað rámar mig í að eigandi Heimsferða hafi fullyrt opinberlega fyrir um 2 árum síðan að verð á sólarlandaferðum ættu að lækka verulega fyrir íslendinga í kjölfar þess að Heimsferðir keyptu tvo mjög stóra ferðaheildsala á norðurlöndum ! Ekki get ég séð það á verðlagningunni.


mbl.is Þorleifur frá Holti sást í Suður-Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Khodorkovsky kallar á hjálp.

Ég horfði á viðtal við lögfræðing Mikhail Khodorkovsky í kastljósi gærkvöldsins hjá Rúv.  Þar kom ýmislegt fram í dagsljósið sem ég hafði áður nefnt og skrifað um hér á blogginu. ( Sjá Rússland og Pútín,14.12). 

Merkilegt er að Pútín sé búinn og hafi tekist að kæfa alla stjórnarandstöðu. Lögfræðingurinn taldi að komandi kosningar í Rússlandi  yrðu alls ekki lýðræðislegar, heldur frekar krýning á nýjum valdhafa. Síðan heldur sama valdastéttin um lykla og peningavöld í Gazprom og Rosneft en þessi stærstu fyrirtæki Rússlands eiga gífurlega fjármuni sem hægt er spila með. 

Það verður fróðlegt að sjá hvort utanríkisráðherra, eða staðgengill hennar muni hitta lögfræðingi M.K. Þar sem “Frúin” er nýkomin eða er á leiðinni frá S.Afríku, þá ætti hún að hafa lært eitt og annað í þeirri ferð um mannréttindi. Eða ætla íslensk yfirvöld að blessa jarðaför Mikhail Khodorkovsky. Hann átti þess að kost að losna úr fangelsi bráðlega en sú fangelsisvist hefur staðið yfir í tæp 4 ár. Nú hafa Pútin dátar búið til nýjar fals-ákærur þannig að “Gúlagið hið nýja” mun gleypa hann. 

Jafnvel skrifstofuveldið í Brussel hefur mótmælt þessum nýju ákærum.Hvað gerir Frúin !  Eða hvað segja hinir henni að gera ?   

Mikhail Khodorkovsky er hetja. Hann flúði ekki af hólmi með auðæfi sín til vesturlanda. Hann valdi það að mæta Pútín og hans kerfi þó að hann grunaði afleiðingarnar. Hann er holdgerfingur lýðræðis. Það þarf mikið hugrekki og æðruleysi að berjast fyrir réttlætinu. Hann hefur þetta allt. Spurningin er -   hvað gerum við íslendingar ?  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband