UFO á Íslandi ?

rooftopChase

Ég hef lengi haft áhuga á “fljúgandi furðuhlutum” eða það sem er kallað UFO á ensku. Líklegast má rekja þennan áhuga til sterkrar eðlislægrar forvitni en þó einkum helst til þess, að í menntaskóla lærði ég stjörnufræði undir öruggri leiðsögn, ekki verri manns en Ara Trausta Guðmundssonar. Í námsgreininni var m.a nauðsynlegt að læra utan bókar, öll helstu stjörnumerki himinhvolfsins og bý ég enn að þeim fróðleik í dag. Ég verð að viðurkenna að síðan þá, hef ég oft og margsinnis notað tækifærið þegar ég kemst út úr upplýstri höfuðborginni, til þess að liggja á jörðinni og njóta stjarnanna og himinhvolfsins í allri sinni dýrð.  

Einn af bekkjarfélögum mínum átti einnig stóran þátt í því að vekja upp forvitni mína á fljúgandi furðuhlutum.. Þessi félagi minn fór m.a. til London á UFO þing, þar sem hópur manna víðsvegar úr veröldinni hittust til þess að ræða þessi mál. Man ég ennþá hversu undrandi og forviða ég varð þegar hann tjáði mér að Pólverji hefði staðið upp á sviði og sýnt búning eða klæði  sem hann hafði fundið og áttu þau að vera af geimveru. Þessi klæði var ekki hægt að rífa í sundur né brenna. Í dag er þessi félagi minn doktor í geðlækningum við bandarískt geðsjúkrahús.  

 

Um síðustu helgi, opnaði franska geimvísindastofnunin gagnaskrár sínar um UFO fyrir almenningi, þ.s þær upplýsingar sem höfðu verið skrásettar í Frakklandi, voru settar á netið.  Af þeim gífurlega fjölda atvika sem var til í gagnagrunninum, þá hefur aðeins fundist skýring á 11 % tilvika, annað er algjörlega óútskýrt.

Til er fólk á Íslandi sem telur sig hafa orðið vart við geimveru og jafnvel verið tekið upp í geimskip og skilað aftur til jarðar. Það sem háir þessum umræðum talsvert mikið, er ótti fólks til að koma fram í fjölmiðla og skýra frá reynslu sinni. Þú lesandi góður, gætir sett þig í þessi spor sjálfur ef þú gætir ímyndað þér svipinn á þínum nánustu þegar þú tjáir þeim, að þú hafir séð geimskip eða talað við geimveru í síðustu viku.

 

Núna er mín spurning sú ?  Er “John Fife Symington 3”, e.t.v ekki heill á geði. Þessi fyrrum ríkistjóri Arisona fylkis, fullyrti í síðustu viku að hann ásamt félaga sínum hefðu séð risa-geimskip fyrir ofan borgina Phoenix, árið 1997. Taka skal fram að Symington hefur atvinnuflugmannspróf, þannig að hann á að hafa þekkingu til þess að greina hluti í himinhvolfinu og að auki voru hundruðir annarara vitna. Einnig kom fram hjá Symington að hann vildi ekki nefna þetta fyrr í fjölmiðlum.  Og skildi engan undra þar sem kjósendur hefðu tekið hann af lífi.

 

Svona er lífið margflókið.  Sjá umfjöllun CNN um málið hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já Birgir. Það er vissulega alltaf eitthvað spennandi við UFO. Á yngri árum drakk ég í mig bækur Erics von Daniken. Hann varð reyndar síðar uppvís að fölsunum og fjársvikum! Hitt er svo annað mál að það er örugglega ýmislegt til í veröldinn sem við getum ekki útskýrt og þekkjum ekki í dag. Sagan hefur sýnt að það sem talið er óhugsandi á einum tíma getur verið viðurkennt sem almenn sannindi síðar. Það væri með ólíkindum ef við værum komin að endapunkti sannleikans akkúrat núna.

Þorsteinn Sverrisson, 30.3.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Sammála þér Þorsteinn. Las einnig Von Daniken.

Birgir Guðjónsson, 30.3.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hmmmm.... ég veit ekki. Auðvitað segir sig sjálft að heimurinn og geimurinn og hvað sem tekur nú við af því öllu saman, hlýtur að hafa meira að geyma en við vitum um. Svo, why not UFO. Hmmmm... ég veit ekki. Cant make up my mind on this one.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband