Auðæfi Íslands - H2O

budsilja_falls_usu_arimanyb Íslendingar eru þessi misserin að gera sér grein fyrir því að geysileg verðmæti eru fólgin í vatninu, bæði ofanjarðar og neðanjarðar. Íbúum jarðarinnar fer sífellt fjölgandi sem skapar sífellt og stöðuga eftirspurn eftir vatni.  Nýverið keyptu fjárfestar, vatnréttindi í Ölfusi og hyggja þeir á útflutning á vatninu. Sömu sögu er að segja af samskonar fjárfestum á Snæfellsnesi. 

Nú á dögum gróðurhúsaáhrifa er skortur á vatni farin að hamla framförum og vexti heilla þjóða sem áður höfðu það nokkuð gott. Sem dæmi, þá þurfa Egyptar að flytja inn helming af sínum matvælum,þ.s skortur er á vatni til matvælaframleiðslu.  Þurrkar hafa mikil áhrif og þeir eiga eftir að aukast vegna gróðurhúsaáhrifa.

Þurrkar hafa valdið miklum vatnsskorti undanfarið í Ástralíu, Bandaríkjunum, Kína og Indlandi. Einungis í Evrópu er kostnaður samfélagsins vegna þessa talinn í hundruðum miljarða. 

Stundum þurfum við Íslendingar að klípa okkur í handleggin til þess að átta okkar á því hvað við höfum það gott. Margir fjárfestar fullyrða að vatnið verði olía 21.aldar. Við þurfum ekki nema að hugsa um 20 ár fram í tímann og reikna þá fólksfjölgun sem verðu í heiminum öllum til þess að komast að þessari niðurstöðu. 

Eftir um 50 ár, þá verður Ísland búið að stofna her og öryggissveitir, og komið í mun nánara hernaðarbandalag við aðra þjóð. Slík verður eftirspurn eftir vatninu góða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hverju orði sannara hjá þér að vatnið kemur til með að verða okkar olía. Þess vegna er líka mikilvægt að staðið sé vörð um að vatnsréttindin og nýtingin haldist hjá þjóðinni. Verði sameign okkar allra. Stöðva þarf strax allar hugmyndir um stjórnvalda um uppkaup á vatnréttindum í gegnum Landsvirkjun til þess að  þau  verði ekki afhent hinum 10 fjölskyldum til eignar. Aldrei aftur sömu vinnubrögð og færðu kvótann til sægreifanna.

Vatnskveðjur 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband