Hvað á landsfundur að gera ?

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra skrifar grein í  Fréttablaðið í dag sem ber nafnið “Hvað á landsfundurinn að gera “?  

Jón segir eftirfarandi ;

Samfylkingin hamast við að klára alla stefnumótun áður en landsfundur hennar hefst. Landsfundurinn virðist því bara eiga að klappa en ekki ákveða neitt. Nýjasta dæmið um þessa viðleitni forystunnar er heilt rit eftir Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra um efnahagsmál. Meginniðurstaða ritsins virðist vera að Samfylkingin stefni beinlínis að "harðri" lendingu með harkalegum samdrætti í opinberum umsvifum og niðurskurði í samneyslu, opinberum framkvæmdum og  væntanlega þá einnig óhjákvæmilega í velferðarframlögum.”

Niðurstaða Jóns er semsagt, að þröngur hópur flokksforystumanna er búinn að ákveða stefnuna fyrir landsfund og hinn venjulegi flokksmaður hefur engin áhrif til úrbóta á þessa stefnu.

Væntanlega er sama vandamál upp á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum, sem birti á þriðjudag, drög að ályktunum fyrir hina ýmsu málaflokka. Samtals voru þessi drög um 30 blaðsíður, líklegast til að undirbúa hinn almenna flokksmann næginlega vel fyrir 37.landsfundin. Drögin báru það með sér að vera samin af þröngum og útvöldum hóp flokksforustunnar. Ekki er sjáanlegt að grasrótin í flokknum hafi komið nálægt þessari vinnu. Síðan mæta flokksfulltrúar í Laugardalshöllina til þess að klappa fyrir drögunum og ráðherrum, þar sem þeir sitja prúðir með bros á vör og svara nokkrum almennum spurningum. Síðan hætta drögin að verða drög, þegar flokksfulltrúar í andlegum jógastellingum, rétta upp hönd til samþykkis, svona eins og gerðist hjá rússneska kommúnista flokknum. Múgsefjunin er á hæsta stigi í höllinni. Allir fyrir einn, einn fyrir alla.

Þannig verða drög að stefnu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Biggi, komstu aldrei að þessari vinnu, á meðan þú studdir flokkinn? Ferlið er nú flóknara en svo að því verði lýst med frösunum þínum, þó ágætir séu. Prúðir, í merkingu þinni, hafa menn sjaldnast verið á landsfundum en alla jafna beygt sig fyrir meirihlutanum. Styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur m.a. verið fólginn í málamiðlunum af slíkri gerð. Ég er reyndar ekki viss um að sovéskir hafi verið mikið fyrir jóga en aldrei að vita nema þeir hafi haft tíma á milli þess sem þeir drukku vodka og sendu menn í Gúlagið. Reyndar veistu betur um málatilbúnað á landsfundum en þú segir hér frá, enda er kunnáttan þér nærtæk. Ég hef m.a. sagt þér frá reynslu minni á sínum tíma þar sem ég og fleiri tókumst á um málefni sem voru okkur hugleikin á þeim árum. Að vísu er langt síðan en ekki getur þú hafa gleymt öllu saman...

Reyndar líst mér vel á slagorðið: Allir fyrir einn og einn fyrir alla! Ekki slæmt, þó svo manni geti nú verkjað í handlegginn...

Ólafur Als, 13.4.2007 kl. 22:52

2 identicon

 

Auglýsingar xD um fundi málefnahópa í dagblöðunum nokkrum vikum fyrir landsfund, hafa greinilega farið framhjá þér Birgir.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 22:35

3 identicon

 

Gleymdi að taka það fram að allir áhugasamir flokksmenn gátu tekið þátt í málefnahópunum.  Drögin eru afrakstur þess starfs, sem fara svo í aðra vinnslu innan vinnuhópa á landsfundinum sjálfum.   Lýðræðislegra getur það varla orðið.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 22:37

4 Smámynd: Ólafur Als

Ekki slæmt, Sigurður J.

Ólafur Als, 14.4.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Sigurður, þú hefur ekki fylgst með ályktunum frá landsfundinum. Því miður, ÞAÐ SEM ÉG HEF SÉÐ HINGAÐ TIL, úrdráttur úr drögunum sem lágu fyrir, hannað af VALHÖLL. Bendi þér á bloggsíðu Ástu Möller sem segir :

Landsfundarályktanir eru stefnuskrár flokkanna unnar af grasrótinni.  Í þeim má finna margar frábærar hugmyndir og nýjungar, sem getur tekið mislangan tíma að hrinda í framkvæmd.   Ályktun um niðurfellingu eignaskatts mátti t.d. finna í landsfundarályktunum flokksins um nokkurt skeið, áður en svigrúm skapaðist til að láta það verða að veruleika.

Væntanlega er þú grasrótarfulltrúi ??

Birgir Guðjónsson, 14.4.2007 kl. 23:17

6 Smámynd: Ólafur Als

Biggi (heitir reyndar útdráttur), hvernig sérðu að skrif Ástu gangi gegn því sem bent hefur verið á um framgang stefnumála á landsfundum - ertu kannski að segja að "einhverjir" í Valhöll sjái um skrif grasrótarinnar eða veistu ekki hvernig að drögunum er staðið? Dettur þér til hugar að tugþúsundir Íslendinga séu svo leiðitamir að "öfl úr Valhöll" geti leitt þá í einu og öllu? Varst þú e.t.v. einn þeirra sem lét teyma sig en nú hefur þú séð ljósið og villu þinna fyrri vega? Sú lýðræðislega vinna sem lögð er í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins hefur verið hans styrkur og m.a. leitt til samheldni þegar komið hefur að kosningum. Um það vitnar m.a. fylgi flokksins.

Ólafur Als, 15.4.2007 kl. 05:31

7 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Í Silfri Egils í dag, lét Óli Björn Kára hafa eftir sér að landsfundur væri tækifæri til að hittast. Margir hafi ekki sést í 2-3 ár og svo væri partýstemming. Ég mun í vikunni bera saman drögin fyrir landsf og eftir. Þú virðist ekki enn skilja málið.

Sjá heimsasíðu Frú Möller og athugasemd mína.

"Fór fyrir mjög löngu síðan á "Herba-Life" samkomu sem haldin var í Laugarásbíó. Fór einungis á fundinn þ.s ég hafði áhuga á markaðsetningunni. Þar stóðu uppá sviði framkvæmdarstjórinn frá U.S.A og aðrir sölustjórar. Síðan var músík spiluð "Tina Turner" verulega hátt,  til að mynda stemmingu í salnum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef upplifað "múgsefjum". Get ímyndað mér að þú hafir upplifað eitthvað slíkt í meira mæli en venjulega á þessu þingi eins og þú lýsir þessu. Enda var Geir Hilmar með yfirlýsingar um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu, sem mér líst annars anzi vel á. Það er hins vegar annar handleggur og vonandi sá hægri."

Birgir Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband