Umfjöllun Kastljós um hinn umdeilda ríkisborgararétt hélt áfram í kvöld. Þar hafði Kastljós undir höndum umsókn stúlkunnar sem er eins og alþjóð veit, unnusta sonar Jónínu Bjartmarz framsóknaráðherra.
Í umsókninni til Alsherjarnefndar eru tilgreindar ástæður stúlkurnar, sem eru anzi léttvægar, miðað við aðra umsækjendur. Stúlkan nefndi í umsókninni að hún hygðist stefna í háskólanám til Bretlands og síðan vinna sumarvinnu á Íslandi. Ef hún fengi ekki ríkisborgarrétt þá ylli það ýmsum erfiðleikum hjá henni við sumarvinnuna.
Í Kastljósi kom einnig fram, að erfiðara er að fá tímabundið dvalarleyfi hjá útlendingastofnun heldur en ríkisborgararétt hjá alsherjarnefnd. Þingmaðurinn, Bjarni Benediktsson, hefur sagt undanfarið í fjölmiðlum, að hann ræði ekki um mál einstakra umsækjenda. Nú er svo komið, í ljósi umfjöllunar Kastljós, að Bjarni, Guðjón og Guðrún geri sér grein fyrir alvarleika málsins og haldi blaðamannafund og horfi þannig í augu almennings og útskýri málið. Þetta er þess mun mikilvægara fyrir Bjarna og Guðjón, ætli þeir sér eitthvað í stjórnmálum í framtíðinni.
Í umsókn stúlkunnar var tilgreint nafn sonar Jónínu ásamt heimilisfangi umhverfisráðherra.. Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins fullyrti í fréttum Rúv fyrr í kvöld, að Bjarni Ben, hefði munað allar aðrar umsóknir sem Sigurjón spurði hann út í. Því þetta skyndilega minnisleysi hjá Bjarna, ef rétt er með farið hjá Sigurjóni ! Þess má geta að Sigurjón, sem er fulltrúi Alsherjarnefndar, hefur óskað eftir vinnugögnum varðandi þetta tiltekna mál, en fyrr í kvöld hafði forseti alþingis, Frú Sólveig Pétursdóttir ekki fengið neina slíka fyrirspurn frá Sigurjóni.
Nú þurfa Alsherjarnefndarmenn að halda blaðamannafund og það fyrr en seinna. Það er ekki hægt að bregða fyrir sig minnisleysi og fresta málunum. Alþingismenn verða að njóta traust sinna kjósenda. Eins og staðan er í dag, þá er það traust byggt á veikum grunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2007
Skortur á vatni.
Í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er skrifuð mjög fróðleg ritstjórnargrein sem ber nafnið skortur á vatni. Svo háttar til, að víðast hvar, gengur mun hraðar á vatnsforðabúr heimsins en þau endurnýja sig. Þar sem vatni er dælt upp úr jörðinni, þarf sífellt að bora dýpra og dýpra eftir því. Sem dæmi, þá er gengið mjög hratt á vatnsforðabúr Sahara-eyðumerkurinnar. Sama á við um mörg fylki Bandaríkjanna. Því miður gera margir sér ekki grein fyrir því að vatn er takmörkuð auðlind líkt og olía.
Eins og staðan er í dag, þá er heildareftirspurn eftir vatni á jarðarkringlunni um 17% meiri en framboðið. Árið 2025 er talið að íbúar jarðarinnar verði um 9.miljarðar og samkvæmt tölum frá alþjóðabankanum þá tvöfaldast vatnseftirspurn í heiminum á 21 ára tímabili. Þetta er í raun einföld hagfræði, þ.s fleira fólk = eftirspurn eykst = minna framboð.
Það er því engin firra að tímaritið Fortune kallar vatnið sem auðlind, olíu 21.aldar. Við Íslendingar eigum e.t.v erfitt með að gera okkur grein fyrir þessum auðæfum, sem land okkar býður uppá. Enda rennur drykkjar-vatnið ómengað, beint í hendurnar á okkur og nánast án greiðslu ef miðað er við mörg önnur ríki. Þetta er ágætt að hafa í huga, þegar næsta vatnsglas er drukkið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef einhver vill kaupa, þá er hægt að selja nánast alla hluti. Núna er nafnsjaldið hans Árna til sölu á e-bay. Síðan er spurning, hvenær notuð munnþurrka Ólafs Ragnars eða varalitur Dorritar verður boðinn upp. Kjarni málsins er, að svona hlutir gerast þar sem frjálst markaðskerfi er fyrir hendi. Ef enginn hefur áhuga á að kaupa, þá er enginn markaður. Einfalt og sígilt.
Landsfundarnafnspjald Árna Sigfússonar til sölu á eBay | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2007
Er Stúdentaráð H.Í með óráði ?
Stúdentaráð Háskóla Íslands, telur ólíðandi að einkareknu skólarnir fái sama framlag frá ríkinu og opinberu háskólarnir, þar sem þeir einkareknu innheimti skólagjöld. Stúdentaráðið segir að stór hluti stúdenta taki lán fyrir skólagjöldum á svo hagstæðum vöxtum að ríkið fái aðeins um helming fjármuna til baka. Því fjármagni ríkið stóran hluta skólagjaldanna og þetta verður til þess að einkareknu skólarnir fái meira fé frá ríkinu en aðrir.
Þessi staða skekkir samkeppnishæfni skólanna og leggur Stúdentaráð H.Í til að staðan verði leiðrétt með því að hækka ríkisframlag til opinberu skólanna um það sem nemur skólagjöldunum í einkareknu skólunum.
Ég var hreint og beint orðlaus þegar ég las þessa frétt. Nú er það svo að námslán eru að fullu verðtryggð og bera að auki 3% vexti. Þannig að þessi lán gera námsmenn ekki ríka. Einnig efast ég stórlega um stærðfræðihæfileika stúdentaráðs H.Í, varðandi þá fullyrðingu að ríkið fái aðeins helming til baka.
Eiga námsmenn sem fara erlendis í nám ekki rétt á stórum peninga styrkjum frá ríkinu, þar sem þessir námsmenn spara ríkinu gífurlegt fé, þ.s annars hefði verið nauðsynlegt að byggja fleiri skóla sem kallar á mjög hækkandi rekstrarkostnað fyrir menntakerfið, mun fleiri kennara, o.s.f.
Nú er spurning hvort einkareknu skólarnir verði sér út um happaþrennur og spilakassaleyfi !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007
Harmleikur í Blacksburg - Virginia
Þetta er hræðileg frétt frá Virginia. Því miður, er þetta afleiðing þess að almenningur hefur aðgang að skotvopnum. Rétturinn til að verja sig er anzi sterkur í Bandaríkjunum og er einhvern megin greyptur í þjóðarsálina. Þetta skilur aðeins sá sem hefur búið þar í einhvern tíma og kynnst amerísku þjóðarsálinni.
Þess má geta að ég kom á þetta skólasvæði í Blacksburg á seinni hluta níunda áratugarins en þetta er stór háskóli með um 35.000 nemendur. Í þessari heimsókn, sá ég m.a minn fyrsta og eina ameríska fótboltaleik "live" og var það ógleymanleg reynsla.
Íslendingur óhultur eftir árás í tækniskólanum í Virginíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007
Hið ljúfa líf.
Almenningur hlýtur að verða reiður að lesa þessa frétt. Hver borgar þessa ferð. Ef háttvirtur forseti alþingis, Frú Sólveig Pétursdóttir er svo ílla að sér varðandi stjórnun löggjafarþings, þá mælist ég til þess að hún fari á netið og fræðist þar um þau mál og einnig allt varðandi lögjafarþing Kaliforníu. Nú, ef það er sólin sem hún sækist eftir, þá er sjálfur alþingisgarðurinn verulega skjólgóður.
Líklegast er þetta 10-12 manna hópur og það eina sem vantar uppá er að fréttatökulið frá sjónvarpinu verði með í för. (Ég bíð enn eftir sýningu heimildarmyndarinnar um heimsókn, Frú Valgerðar til Sigríðar Dúnu í S-Afríku). Síðan geri ráð fyrir að þetta sé verðlaunaferð Hjálmars Árnasonar, fyrir vel unnin störf í þágu Framsóknarflokksins.
Forseti Alþingis í heimsókn til Kalíforníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er þetta ekki slakasti formaður sem jafnaðarmenn hafa átt á Íslandi ! Það er ótrúlegt að hlusta á yfirlýsingar gamla kvennalistaforingjanns. Ég hefði sjálfur roðnað undan þessum orðum hennar á þinginu, þar sem hún segir að það sé mikill karakter og taktur í flokknum þrátt fyrir mótbyr. Afleiðingarnar eru að hennar sögn " fullmótaður flokkur jafnaðarmanna".
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnaðarmanna-foringinn slær stórar feilnótur í pólitíkinni. Líklegast er það þess vegna, sem hinn "fullmótaði flokkur" jafnaðarmanna, hefur tapað miklu fylgi undanfarið hjá íbúum þessa lands.
Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2007
Konur kítla pinnann í brekkunni.
Ég keyri Ártúnsbrekkuna tvisvar á dag og stundum oftar. Fyrir þá sem eru ekki kunnugir brekkunni og einu leiðinni austur úr Reykjavík, þá er hámarkshraði 80 km á klst. Yfirleitt keyri ég aldrei hraðar en leyfilegt er. Reynslan hefur kennt mér að á næstu ljósum kinka ég kolli anzi föðurlega til ökumannsins sem fór framúr mér nokkru áður á 110 km hraða.
Undanfarið hef ég gert skoðanakönnun. Hvaða ökumenn er þetta sem fara fram úr mér og keyra svona glæfralega á 100-110 km hraða ? Niðurstaðan kom mér á óvart. Meira en helmingur er kvenfólk og það í yngri kantinum, svona á milli 20 og 30 ára. Síðan er spurning, hvers vegna, hver er orsökin ?
Dægurmál | Breytt 18.4.2007 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2007
Hvað á landsfundur að gera ?
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið í dag sem ber nafnið Hvað á landsfundurinn að gera ?
Jón segir eftirfarandi ;
Samfylkingin hamast við að klára alla stefnumótun áður en landsfundur hennar hefst. Landsfundurinn virðist því bara eiga að klappa en ekki ákveða neitt. Nýjasta dæmið um þessa viðleitni forystunnar er heilt rit eftir Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra um efnahagsmál. Meginniðurstaða ritsins virðist vera að Samfylkingin stefni beinlínis að "harðri" lendingu með harkalegum samdrætti í opinberum umsvifum og niðurskurði í samneyslu, opinberum framkvæmdum og væntanlega þá einnig óhjákvæmilega í velferðarframlögum.
Niðurstaða Jóns er semsagt, að þröngur hópur flokksforystumanna er búinn að ákveða stefnuna fyrir landsfund og hinn venjulegi flokksmaður hefur engin áhrif til úrbóta á þessa stefnu.
Væntanlega er sama vandamál upp á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum, sem birti á þriðjudag, drög að ályktunum fyrir hina ýmsu málaflokka. Samtals voru þessi drög um 30 blaðsíður, líklegast til að undirbúa hinn almenna flokksmann næginlega vel fyrir 37.landsfundin. Drögin báru það með sér að vera samin af þröngum og útvöldum hóp flokksforustunnar. Ekki er sjáanlegt að grasrótin í flokknum hafi komið nálægt þessari vinnu. Síðan mæta flokksfulltrúar í Laugardalshöllina til þess að klappa fyrir drögunum og ráðherrum, þar sem þeir sitja prúðir með bros á vör og svara nokkrum almennum spurningum. Síðan hætta drögin að verða drög, þegar flokksfulltrúar í andlegum jógastellingum, rétta upp hönd til samþykkis, svona eins og gerðist hjá rússneska kommúnista flokknum. Múgsefjunin er á hæsta stigi í höllinni. Allir fyrir einn, einn fyrir alla.
Þannig verða drög að stefnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.4.2007
Auðæfi Íslands - H2O
Íslendingar eru þessi misserin að gera sér grein fyrir því að geysileg verðmæti eru fólgin í vatninu, bæði ofanjarðar og neðanjarðar. Íbúum jarðarinnar fer sífellt fjölgandi sem skapar sífellt og stöðuga eftirspurn eftir vatni. Nýverið keyptu fjárfestar, vatnréttindi í Ölfusi og hyggja þeir á útflutning á vatninu. Sömu sögu er að segja af samskonar fjárfestum á Snæfellsnesi.
Nú á dögum gróðurhúsaáhrifa er skortur á vatni farin að hamla framförum og vexti heilla þjóða sem áður höfðu það nokkuð gott. Sem dæmi, þá þurfa Egyptar að flytja inn helming af sínum matvælum,þ.s skortur er á vatni til matvælaframleiðslu. Þurrkar hafa mikil áhrif og þeir eiga eftir að aukast vegna gróðurhúsaáhrifa.
Þurrkar hafa valdið miklum vatnsskorti undanfarið í Ástralíu, Bandaríkjunum, Kína og Indlandi. Einungis í Evrópu er kostnaður samfélagsins vegna þessa talinn í hundruðum miljarða.
Stundum þurfum við Íslendingar að klípa okkur í handleggin til þess að átta okkar á því hvað við höfum það gott. Margir fjárfestar fullyrða að vatnið verði olía 21.aldar. Við þurfum ekki nema að hugsa um 20 ár fram í tímann og reikna þá fólksfjölgun sem verðu í heiminum öllum til þess að komast að þessari niðurstöðu.
Eftir um 50 ár, þá verður Ísland búið að stofna her og öryggissveitir, og komið í mun nánara hernaðarbandalag við aðra þjóð. Slík verður eftirspurn eftir vatninu góða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)