18.3.2007
Samlíf hjóna í kulda og trekki.
Í síðustu viku var skemmtileg frétt í Mogganum varðandi samlíf hjóna. Svo virðist málum háttað í henni Ameríku að árið 2015 verði 60% nýrra heimila með tveimur svefnherbergjum, sem þýðir einkaherbergi fyrir húsbóndann á heimilinu þar sem hann getur fengið að hrjóta í friði ! Ég klippti þessa frétt úr blaðinu til þess að sína konunni, en við áttum Kristals-brúðkaup á síðasta ári og í allmörg ár höfum við rökrætt þessi mál, en án niðurstöðu. Mín helstu rök hafa verið þau að Nóbel skáldið hafi haft svona fyrirkomulag í sínu hjónalífi en einhverja hluta vegna hefur ekki verið hlustað á mig. Í greininni kemur fram að bæta má hjónabandið með aðskildum svefni herbergjum þar sem þarfir hjóna eru alloft mjög mismunandi.
Einnig er sagt frá því í þessari grein að hjá mörgum er þetta hagvæmnisástæður til þess að fólk fái fullan nætursvefn en margt getur truflað hann líkt og hrotur, klósettferðir ,umönnun ungbarns, næturvinna og svo margt,margt annað.
Þannig er málum háttað hjá okkur Kristals-hjónum að við eru eins og heitt og kalt, jing og jang í svefni-herbergismálum. Þetta byrjaði allt með því að fyrir rúmum áratug, var ég staddur í Esjuhlíðum, á köldum sunnudagsmorgni seint í ágúst mánuði að tína krækiber. Það var þennan morgun sem ég varð fyrst var við kuldaofnæmið mitt og ég man það eins og það hefði gerst í gær. Frá þeirri stundu hefur mér verið illa við Kára-Karlinn. En hvað gerist ekki nokkrum vikum seinna. Jú, konan vaknar einn morguninn og lítur út eins og Lína-langsokkur. Nú, þar sem hún var eldri en tví-vetra og þar að auki, búinn að fá rauðu hundana og mislinga, þá var ekkert annað hægt að gera en að hringja á lækni. Sjúkdómsgreiningin var : ofnæmi fyrir hita !
Í framhaldi var skipt um svefnstað í herberginu. Konan svaf undir glugganum og ég fjær, sem var draumastaður fyrir mig með kuldaofnæmið. En áður en þetta allt gerist hafði ég þurft að sofa undir opnum glugga, ósjaldan í norðan tíu vindstigum.
Í morgun vildi mín Kristals-kona draga mig í Bláfjöllin á gönguskíði. Mér til happs var allt lokað þ.s upplýsingar af símsvaranum gáfu upp 9 stiga frost og 10-15 metra vind á sek. Stundum er lukkan með manni.
Athugasemdir
Skemmtileg lesning.
Kveðja,
Snorri Snorrason, 20.3.2007 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.