1000 dollara andlitið.

Árið 1972, gerðist það í hatrammri kosningabaráttu milli George McGovern og Nixon, að  McGovern, sem var langt á eftir Nixon í fylgi tók upp á því nokkrum vikum fyrir kosningar að lofa hverjum og einum Bandaríkjamanni, 1000 dollurum ef hann næði kjöri og yrði þar með næsti forseti landsins.

 

Það sem gerðist var að almenningur sá í gegnum þetta kosningaloforð enda hræddur við afleiðingarnar, verbólgu og minnkandi kaupmátt.

 

Nú fer í hönd kosningabarátta og það er ljóst að fjöldamörg kosningaloforð verða gefin af stjórnmálaflokkunum til handa almenningi. Öllum þessum loforðum fylgir verðmiði. Verðbólgan í dag er á milli 5-6 %. Mér hrýs hugur við að frá haustmisseri komist verbólgan í 8-9 % og jafnvel í tveggja stafa tölu árið 2008.

 

Meginþorri almennings býr við verðtryggð “annuitetslán”  og það er mjög mikilvægt að halda verðbólgu niðri og þá undir 3 % og viðhalda áframhaldandi kaupmætti. Ef ekki, þá er “veislan” búin.

 

Þegar þú kjósandi góður sérð 1000 dollara andlitið á sjónvarpsskjánum, vinsamlegast vertu á varðbergi eða slökktu á sjónvarpinu áður en áróðurinn heltekur þig.

 

Meira seinna þegar nær dregur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband