Framsókn með 15,0 % fylgi. Kom erlendis frá.

Lausnin er fundin varðandi fylgistap Framsóknarflokksins í skoðannakönnunum.

ÞAÐ GLEYMDIST AÐ HRINGJA TIL KANARÍ.  

Sjá frétt af Vísir hér á eftir;

"Framsóknarmenn eru hlutfallslega miklu fleiri á Kanaríeyjum en á Íslandi. Þeir fylgjast vel með og lýst ekki á blikuna sé horft til skoðanakannana. "Hér er mikið fjör í pólitíkinni alla vega meira fjör á framsóknarfundum hér en heima," segir Sturla sem er í stöðugu sambandi við forystu flokksins - sem nú horfir suður á bóginn og veltir fyrir sér þessari óvæntu vakningu á sólarströndinni".

Síðan er stór spurning hvort að eigi að senda kjörkassana frá Las Palmas niður á ensku ströndina. "Áfengi og stjórnmál" eiga ekki samleið enda eru fundirnir haldnir á Klörubar.

"Ég vil taka það fram, að það er vegna pólitískra hitamála og menn missa sig stundum í að nota óviðeigandi orðalag. Að sjálfsögðu er hér mikið af eldra fólki og öryrkjum, sem hafa mikilla hagsmuna að gæta. Okkur hér finnst fyrir neðan allar hellur að geta ekki kosið hér í maíkosningunum nema að fara í dagsferð til Las Palmas. Bráðnauðsynlegt er að flytja kjörkassa niður á ensku ströndina, þar sem allir Íslendingarnir eru."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Svona, svona Birgir. Varla viltu vera thekktur fyrir það að meina nokkrum "hressum" Framsóknarmönnum að greiða atkvæði.

Ólafur Als, 22.3.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband