Gull-Dómarinn á Austurlandi

Legg til að héraðsdómarinn á Austurlandi skammist sín og verði sendur í endurhæfingu. Aldrei fær fólk að vera í friði fyrir yfirvöldum og það á Skeiðarársandi.

 


mbl.is Gullskipsslóði á Skeiðarársandi taldist vegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Snorrason

jah hvað meinaru nú með "og það á skeiðarársandi"

 Mér finnst það augljóst að í þínum augum þá sé skeiðarársandur svo óheilagur að þar megi menn stunda sína iðju sama hvort hún sé lögleg eða ekki.

Skeiðarársandur  er mjög viðkvæmt landslag gróðurfarslega séð og að keyra um yfir svæði þar sem gróður er á frumstigum er algjör dauðadómur fyrir gróursæld á þeim stað.  Þarna tekur lengri tíma fyrir hluti að vaxa en annars staðar sökum skilyrða.

En svo við lítum aftur að dómnum þá er að sjálfsögðu leyfilegt að keyra á skráðum vegum svo dómurinn er réttur ef litið er á þau sönnunargögn sem lögð eru fram.

en mér finnst þitt "comment" engan veginn vera viðeigandi né rétt.

Elvar Snorrason, 22.3.2007 kl. 19:02

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Ekki get ég að því gert hvað þú sérð út úr þinni kristalskúlu.

Hinsvegar er ég sammála þér að gróðurinn er viðkvæmur og ber að taka hart á gróðurspjöllum. Minn punktur fjallaði eingöngu um dómgreind héraðsdómarans, þ.s Hæstiréttur snéri við hans dómi.

Birgir Guðjónsson, 22.3.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: Skarpur

Þið hefðuð væntanlega báðir gott og gaman að því að fara á eftirfarandi fyrirlestur á mánudaginn:

Næsta fræðsluerindi á dagskrá Hins íslenska náttúrufræðifélags verður  mánudaginn 26. mars kl. 17:15, 

stofu 132, í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskólans: 

Dr. Kristín Svavarsdóttir og dr. Þóra Ellen Þórhalldsdóttir: „Skeiðarársandur - séður með augum plöntuvistfræðings"

Dr. Kristín Svavarsdóttir plöntuvistfræðingur á Landgræðslu ríkisins mun flytja erindið ; Skeiðarársandur - séður með augum plöntuvistfræðings.  

Í lok síðustu ísaldar mynduðust víðáttumiklir  sandar og aurar þegar jöklar hopuðu, t.d. í Evrópu. Nú á dögum er Ísland eitt  örfárra landa þar sem hægt er að rannsaka landnám plantna og gróðurframvindu við  slíkar aðstæður. Skeiðarársandur er líklega stærsti jökulsandur jarðar og þar  gefst einstakt tækifæri til að greina og skilja þá þætti sem takmarka landnám  plantna og stýra stefnu og hraða framvindu. Rannsóknir á gróðurfari og þróun  gróðurs á sandinum hófust sumarið 1998 og taka til svæðisins milli Gígjukvíslar  og Skeiðarár. Stafræn gróðurkortlagning af sandinum sýndi að rúmlega 70%  sandsins eru lítt gróin (<10% gróðurþekja) en á um 15% svæðisins er yfir  helmingur yfirborðs þakinn gróðri. Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknir  á gróðurframvindu svæðisins en búast má við að hluti sandsins verði vaxið  birkikjarri í framtíðinni að því gefnu að það verði ekki alvarlegt  rask.

Skarpur, 23.3.2007 kl. 09:07

4 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Takk fyrir þessar ábendingu "Skarpur". Gæti vel verið að ég skelli mér á fyrirlesturinn, enda með áhuga á mörgu og forvitinn með afbrigðum. Langar til að geta þess í framhaldi, að fyrir "mjög" mörgum árum eyddi ég heilli viku með nokkrum einstaklingur, en við höfðum allir mikinn áhuga á efnafræði. Við lágum yfir rússneskum efnafræðibókum þ.s við ætluðum að framleiða metanól úr ákveðinni tegund af grasi. Þetta gras ætluðum við að rækta á sunnlensku söndunum. 

Svone er nú það.

Birgir Guðjónsson, 23.3.2007 kl. 14:57

5 identicon

cygzopjq nrotp gwvjzab cmif ykzpgew ugflq hkpyrwqj

jybeofca tklza (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband