25.3.2007
Tollar - ekki lengur í tísku.
Því miður eru enn í dag til á Íslandi þau afturhalds sjónarmið að setja á viðskipta-tolla varðandi ákveðnar vörur og vöruflokka. Ákveðið hugarfar og einnig forsjárhyggja býr oft að baki þessum ákvörðunum. Sumir vilja auka skattstofn ríkisins, aðrir vilja vernda innlenda framleiðslu og enn aðrir vilja tolla vörur sem aðgerð í þróunaraðstoð.
Líklegast fer fylgismönnum verndartolla sífellt fækkandi, ekki einungis á Íslandi, heldur einnig í heiminum öllum. Þar hefur Alþjóða Viðskiptastofnunin ( WTO) haft talsverð áhrif til góðs. En þó má alltaf gera betur.
Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins í dag eftirfarandi ;
Sú var tíð að að tollskráin mælti fyrir um sérstakan toll á skóflur en þó ekki flórsköfur. Á sama hátt voru skýr ákvæði um toll á nagla en þó ekki hóffjaðrir. Þetta þótti sjálfsagt og eðlilegt. Tollskráin var reyndar fleytifull af mismunandi gildismati sambærilegra hluta. Skattalögin voru sama marki brennd.
Það er ekki aðeins að þessi tími sé liðinn. Hugmyndafræðin sem réði þessu gildismati í skattalögum og tollskrám reyndist ekki góð og gild vara í búð reynslunnar. Hún ræður ekki lengur ríkjum. Eigi að síður finnast leifar hennar hér og þar.
Í framhaldi af ofangreindu langar mig til að nefna hvernig ESB hugsar varðandi innflutning á bönunum . Í janúar 2006, hækkaði ESB tollagjöld á bönunum úr 75 Evrum í 176 evrur p/tonn, sem leiðir til þess að innflytjendur/seljendur ( Chiquita, Dole, DEl Monte) verða að greiða sambandinu 18-22 miljarða króna í aukna tolla. Þessir verndartollar hafa mikil áhrif á atvinnulíf í mörgum fátækum löndum S-Ameríku þar sem bananarækt er megin atvinnuvegur.
Ástæða þess að ESB fór í þessar aðgerðir var sú að sambandið var að hygla og vernda bananaræktendum á Spáni og nokkrum eyjum á Karabíska hafinu, sem eru í ríkjasambandi við Breta. Innflytjendur hafa kært þessa ákvörðun ESB til WHO og verður fróðlegt að sjá niðurstöðuna úr þessu máli.
Athugasemdir
Ég vil benda á að þessir tollar voru settir á til þess að knýja Bandaríkjastjórn til samninga um afnám verndartolla á stál. Sem Bandaríkjamenn höfðu sett á til að vernda sinn iðnað. En bandarískir hagsmunir vega þungt í þessum bananaiðnaði. Svo má líka skoða það þegar menn eru að agnúast útí ESB afhverju stjórnvöld í Bandaríkjunum eru alltaf fyrst til að setja verndartolla til að verja sinn iðnað. Þessir sömu krefjast svo sjálfir óhefts aðgangs að öðrum mörkuðum. Á endanum höfum við líka lítið að gera með amerískar vörur. Þetta er allt framleitt í Kína hvort sem er.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.