Hver á rigninguna ?

lower_cascade18

Eitt er það, sem fullvíst má telja, en það er sú staðreynd að jörðin býr ekki yfir ótakmörkuðum hráefnum og auðlindum.  Fyrst voru fiskarnir í sjónum teknir af okkur landsmönnum og þar með mikið af fjármunum, allt undir fána skynsemisnýtingar, sérhagsmunaréttinda og kvóta. Eini atvinnuvegurinn á Íslandi sem fær hráefni sitt án greiðslu. Og öllum er nákvæmlega sama. Kvóta-kóngar skapa svo mikinn gjaldeyri. Þetta fyrirkomulag er svo “þjóðhagslega hagkvæmt”. 

Í dag er að verða til þjóðflokkur sem heitir vatnsrétthafar. Ef það rennur á um land þitt, þá ert þú lesandi góður nú þegar orðinn smávegis loðinn um lófana. En ef það rennur stór og vatnsmikil á, þá ert þú dottinn í stóra lukkupottinn, þ.s ef hægt er að virkja hana og búa til rafmagn.  Vatnsrétthafar, sem eiga land að Kárahnjúkastíflu, óska eftir að fá greitt um 100 miljarða fyrir afnot  Landsvirkjunar af vatninu, sem býr til rafmagnið handa álveri ALCOA.  Landvirkjun metur kröfu vatnsrétthafa á um 350 miljónir. Það ber mikið á milli þessara aðila,  ca, 99 miljörðum og  öðrum 650 litlum miljónum.  Gera má ráð fyrir að, ef vatnsrétthafar fái einhvern hluta af sinni kröfugerð samþykktan að hin lága arðsemiskrafa Landsvirkjunar sé fokinn út um mela og steina. Ef litið er til Noregs þar sem dómar hafa fallið í vatnsréttarmálum, þá má fastlega gera ráð fyrir að Landvirkjun þurfi að greiða talsverða fjármuni í vatnsréttarbætur. 

Ég tel að það sé einungis tímaspursmál hvenær kröfugerð berst frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og jafnvel Sameinuðu þjóðunum. Þessir aðilar eiga verulegan hlut í öllu þessu vatni sem til hefur fallið hér á landi undanfarin eittþúsund ár.  

Semsagt, hver á eiginlega rigninguna ??? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er næsta stóra einkavæðingin á eftir sölu Landsvirkjunar, og svo er það þetta með súrefnið sem við öndum að okkur?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.4.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Ólafur Als

Rosalega margar skrilljónir! Spurning hvort maður eigi að fara að safna í næstu dembu? Samhryggist með að þú hafir misst fiskana þína. Kannski ég færi þér soðningu næst þegar við hittumst. Ætluðum við ekki annars að fara í róður einhvern daginn og sækja eitthvað af þessum fiskum fyrir okkur sjálfa? (hér skortir broskall, sem ég kann ekki að setja inn)

Ólafur Als, 5.4.2007 kl. 23:46

3 identicon

Haha Óli, þú getur ekki farið í róður með Bigga því það er bannað!!! það er þá stuldur frá kvótaeigandanum og þú veldur honum fjárhagslegu tapi.  Ekki viltu gera það?

Annars er bara spurning um að breyta þessu 12. maí. Um það snýst þetta og mér er nákvæmlega sama hvort Finnur Ingólfsson flytur þá úr landi með fjármagnið sitt.  Hann er

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 05:40

4 Smámynd: Ólafur Als

Steini, sérhverjum Íslenskum ríkisborga er heimilt að sækja sér í soðið. Ef hann er með bát má hann "róa út á sjó" og sækja sér nokkra fiska - sem rúmast í sæmilegri kistu eða svo. Ekki nema þessu hafi verið breytt á síðastu misserum eða svo. Biggi getur sagt þér betur frá þessu en við höfum oft rætt um þetta en af alkunnum ræfilshætti höfum við ekki látið verða af þessu enn.

Hvað ertu annars að blogga svona seint á nóttunni?!!!!

Ólafur Als, 6.4.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband