Konur kítla pinnann í brekkunni.

f430_01Ég keyri Ártúnsbrekkuna tvisvar á dag og stundum oftar. Fyrir þá sem eru ekki kunnugir brekkunni og einu leiðinni austur úr Reykjavík, þá er hámarkshraði 80 km á klst. Yfirleitt keyri ég aldrei hraðar en leyfilegt er. Reynslan hefur kennt mér að á næstu ljósum kinka ég kolli anzi föðurlega til ökumannsins sem fór framúr mér nokkru áður á 110 km hraða.

Undanfarið hef ég gert skoðanakönnun. Hvaða ökumenn er þetta sem fara fram úr mér og keyra svona glæfralega á 100-110 km hraða ? Niðurstaðan kom mér á óvart. Meira en helmingur er kvenfólk og það í yngri kantinum, svona á milli 20 og 30 ára. Síðan er spurning, hvers vegna, hver er orsökin ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef tekið eftir þessu líka úr því þú minnist á þetta. Gæti verið að þær séu að flýja kallanna sem keyra á eftir þeim?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 08:16

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Búinn að hringja í lögguna eða réttara sagt setti inn pöntun.  Hún verður á staðnum undir brúnni þ.s Löggan og mun sekta allar stelpurnar,alla næstu viku. Þið "Steinarnir" vitið þetta núna þannig að þið getið sparað sektirnar !!

Birgir Guðjónsson, 14.4.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband