Samfylkingarblús slær feilnótu á jafnaðarmannaþingi.

Er þetta ekki slakasti formaður sem jafnaðarmenn hafa átt á Íslandi !  Það er ótrúlegt að hlusta á yfirlýsingar gamla kvennalistaforingjanns. Ég hefði sjálfur roðnað undan þessum orðum hennar á þinginu, þar sem hún segir að það sé mikill karakter og taktur í flokknum þrátt fyrir mótbyr. Afleiðingarnar eru að hennar sögn " fullmótaður flokkur jafnaðarmanna".

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnaðarmanna-foringinn slær stórar feilnótur í pólitíkinni. Líklegast er það þess vegna, sem hinn "fullmótaði flokkur" jafnaðarmanna, hefur tapað miklu fylgi undanfarið hjá íbúum þessa lands.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta væri þá flottasta feilnóta ever! Samfylkingafólk virðist vera samhentara og frískara en eftir landsfund helgarinnar

Heiða B. Heiðars, 14.4.2007 kl. 21:26

2 identicon

en eigi að síður eingöngu 3ji stærsti flokkur landsins og klofinn í herðar niður vegna innri átaka vegna formannskjörsins forðum.  19% flokkur er lítill meðBYR.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ef það er eitthvað sem gerir samfylkingarfólk samhentara og frískara í augnablikinu er örvæntingin sem herjað hefur á liðið í allan vetur. Nú eru karlmenn og konur hrædd þar á bæ.

Jóhannes Ragnarsson, 14.4.2007 kl. 22:03

4 identicon

Ég er ósammála þér að Ingibjörg Sólrún sé slakasti formaðurinn eða yfirhöfuð að hún sé slakur formaður. Ég held að það sé nær sannleikanum að formenn allra flokkanna séu sterkir einstaklingar sem eru í þeirri stöðu sem þeir eru einmitt vegna þess að þeir hafa forystuhæfileika. Við getum svo haft ólíkar skoðanir á því hvað okkur finnst eftirsóknarverðustu hæfileikarnir í þeim efnum. Ég er t.d. viss um að bara það að ég er kona og þú karl gerir það að verkum að við höfum að einhverju leyti ólíka sýn á það. Mér finnst þetta endalausa niðurtal um Ingibjörgu orðið dálítið eins og leiðinda ávani eða þá að fólki í öðrum flokkum finnst það hluti af því að sýna flokkshollustu við „sinn“ flokk að lýsa andúð sinni á Ingibjörgu Sólrúnu. Hvað svo sem það er þá er þetta orðið dálítið þreytt fyrirbæri sem ég held að fari að virka eins og búmmerang á þá flokka sem harðast ganga fram í þessari skothríð.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 02:11

5 identicon

hr svavar sf er enn 2. stærsti flokkur landsins og það munar ekki nema 2%. miðaðð við d

skoðanakannanir eru fínar en það er 12.maí sem gildir

valli (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 03:16

6 Smámynd: Ólafur Als

Enn og aftur fer umræðan inn á svið kynjagreiningar hjá mörgum fylgismönnum Samfylkingarinnar. Foringinn leiðir flokkinn í andbyr og á góðum bæjum kallar slíkt á að gera betur en ekki að kvarta undan sjálfum andbyrnum. Hver man ekki eftir orðræðunni gegn Davíð, bláu höndinni og fullyrðingum um gerræði hans, sem Samfylkingarmenn hömruðu á, í tíma og ótíma. Forystuhæfileikar ISG hafa ekki verið dregnir í efa vegna kyns, heldur margs annars. M.a. að hún fiski ekki vel. Karlmanninum, Össuri, var skipt út vegna trúar á ágæti annars leiðtoga og nú kvartar krátkór Samfylkingarinnar yfir slæmu gengi og kennir öllum öðrum um en sjálfum sér. Er von að menn kunni ekki að henda reiður á táraflóðinu og tilvísunum í rembupólitík andstæðinga?

Ólafur Als, 15.4.2007 kl. 03:33

7 identicon

Svo ég noti smjörklípuaðferðina á ykkur íhaldsmenninna og sérhagmunagæslumennina Birgir og Ólafur , þá var eftirtektarvert að Jón Baldvin mætti á landsfundinn hjá SF. En ykkar gamli leiðtogi Davíð Oddson neitar að mæta á landsfundinn hjá D listanum. 

Segir það ekki eitthvað?? 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 04:14

8 identicon

Ef Ólafur Als er að vísa til framlagsins míns til umræðunnar hér þá hefur hann ekki lesið það framlag nógu vel eða þá misskilið það. Ég var alls ekki að halda því fram að forystuhæfileikar Ingibjargar væru dregnir í efa vegna kyns. Ég var að segja að það gæti verið kynbundið hvað okkur fyndust eftirsóknarverðustu forystuhæfileikarnir. Það er EKKI sami hluturinn. Og ef hann er líka að vísa til mín sem fylgismanns Samfylkingar þá er hann nokkuð fljótur á sér. Ég hef ekki gert upp hug minn hvað ég ætla að kjósa þó að ég hafi skoðun á andúðarkommentum í garð Ingibjargar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 04:25

9 Smámynd: Ólafur Als

Steini, er eftirtektarvert að Jón Baldvin mætti á fundinn? Ertu ekki að grínast? Seðlabankastjórar mega allt eins vera heima hjá sér mín vegna, hvaða nafni sem þeir nefnast. Reyndar eiga þeir ekkert hlutverk inn á fundi stjórnmálaafla, hvort heldur hjá Sjöllum eða öðrum.

Anna, ég er ekki einn um að benda á að skipperinn í brúnni hjá Samfylkingu fiski ekki. Ég hef lagt mig fram um að hvetja Samfylkingarmenn síðustu dægrin að takast á við forsjárhyggjudrauginn til vinstri en svo virðist sem jafnaðarmönnum sé fyrirmunad að ná vopnum sínum. Ein ástæða þess, tel ég, að þeir eru sjálfhverfari en aðrir. Aðra mætti nefna eilífar tilvitnanir í að menn hafi andúð á henni vegna kyns hennar. Vitanlega getur afstaða mögulega verið kynjabundin en hvernig slíkt hefur með almenna greiningu á frammistöðu ISG nú fæ ég bara ekki skilið. Var hún ekki á sínum tíma í forystu R-listans sem náði góðum árangri, m.a. vegna leiðtogahæfileika þá? Athugasemdir, fjölmargar, um skort á leiðtogahæfileikum ISG NÚ hafa ekki með andúð að gera, heldur blákaldan veruleikann sem blasir við Samfylkingunni þessa dagana. Hins vegar hafa Samfylkingarmenn nær 4 vikur til aðgerða og aldrei að vita nema lukkan snúist þeim í hag. Ef það gerist vona ég að það verði á kostnað Vinstri grænna.

Ekki dettur mér til hugar að ræna þig viðhorfum þínum en ég er heilt yfir tekið ósammála að ISG hafi upplifað "andúðarkomment" umfram það sem eðlilegt má telja um forystumann í flokki sem ætlar sér forystuhlutverk í íslenskum stjórnmálum. Mun mikilvægara tel ég að vinna eigi gegn hagfræði og forsjárhyggju Vinstri grænna og á þá ósk heitasta að frjálslynd öfl innan Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks nái saman.

Ólafur Als, 15.4.2007 kl. 05:04

10 identicon

Þetta er bara útúr snúningur Ólafur.  Að Davíð skuli ekki mæta á landsfund D listans, sá fyrsti sem hann sleppir frá því hann var í menntaskóla, er auðvitað annað en hann sé tímabundinn í öðrum verkefnum. Hann er að  mótmæla efnahags(ó)stjórn Geirs Hilmars þó þið flokksmenn viljið ekki tala um það. Ásamt því að  hann hefur ekki legið á skoðun sinni á frama frambjóðandans í 2 sæti á suðurlandi. 

Talandi um hagstjórn , þó verð ég að segja að ekki hugnast mér að dýralæknirinn verði áfram fjármálaráðherra. Maður sem fer ekki betur með sína fjármuni og tapar 150 milljón á rangri ákvörðun er ekki hæfur til að fara með fé annarra.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 13:28

11 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Davíð Seðlabankastjóri, mætti ekki á landsfundinn þ.s hann er önnun kafinn vegna vinnu. Mig minnir að hann sé erlendis. Skiptir þó ekki megin máli. Sé ekki punktinn í fjarveru Davíðs.

Anna :  Ég slik hvert þú ert að fara með þinni afstöðu. Ég er alveg sammála þér varðandi  áróður sem verður að trúarbrögðum og oft á tíðum út fyrir allt skynsamlegt gildismat.  Hinsvegar með ISG, þá hefur verið í forustu kvennalistans,(skiptir ekki máli að þar störfuður konur) og einnig borgarstjóri æi 9 ár. Hennar framlag og andlit þekkjum við af fyrri verkum.

Ég er síðan sammála Ólafi,að afturhaldsöflin Vg, mega alls ekki ná völdum í íslensku samfélagi. Ég er þess fullviss að þegar Ögmundur og Kolbrún H. stíga á svið, þá fækkar enn kjörfylgið.

Birgir Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 15:00

12 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Jahá nú er Kári Stéfánsson búinn að mótmæla með orðum því sem Davíð Oddsson mótmælti með fjarveru sinni "Með vini eins og þessa ríkisstjórn þarf maður ekki á neinum óvinum að halda" sagði Kári um Geir og félaga.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband