17.4.2007
Er Stúdentaráð H.Í með óráði ?
Stúdentaráð Háskóla Íslands, telur ólíðandi að einkareknu skólarnir fái sama framlag frá ríkinu og opinberu háskólarnir, þar sem þeir einkareknu innheimti skólagjöld. Stúdentaráðið segir að stór hluti stúdenta taki lán fyrir skólagjöldum á svo hagstæðum vöxtum að ríkið fái aðeins um helming fjármuna til baka. Því fjármagni ríkið stóran hluta skólagjaldanna og þetta verður til þess að einkareknu skólarnir fái meira fé frá ríkinu en aðrir.
Þessi staða skekkir samkeppnishæfni skólanna og leggur Stúdentaráð H.Í til að staðan verði leiðrétt með því að hækka ríkisframlag til opinberu skólanna um það sem nemur skólagjöldunum í einkareknu skólunum.
Ég var hreint og beint orðlaus þegar ég las þessa frétt. Nú er það svo að námslán eru að fullu verðtryggð og bera að auki 3% vexti. Þannig að þessi lán gera námsmenn ekki ríka. Einnig efast ég stórlega um stærðfræðihæfileika stúdentaráðs H.Í, varðandi þá fullyrðingu að ríkið fái aðeins helming til baka.
Eiga námsmenn sem fara erlendis í nám ekki rétt á stórum peninga styrkjum frá ríkinu, þar sem þessir námsmenn spara ríkinu gífurlegt fé, þ.s annars hefði verið nauðsynlegt að byggja fleiri skóla sem kallar á mjög hækkandi rekstrarkostnað fyrir menntakerfið, mun fleiri kennara, o.s.f.
Nú er spurning hvort einkareknu skólarnir verði sér út um happaþrennur og spilakassaleyfi !!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.