Bæjarstjóri Reykjanesbæjar selur flugvöllinn á e-bay.

Ef einhver vill kaupa, þá er hægt að selja nánast alla hluti. Núna er nafnsjaldið hans Árna til sölu á e-bay. Síðan er spurning, hvenær notuð munnþurrka Ólafs Ragnars eða varalitur Dorritar verður boðinn upp.  Kjarni málsins er, að svona hlutir gerast þar sem frjálst markaðskerfi er fyrir hendi. Ef enginn hefur áhuga á að kaupa, þá er enginn markaður. Einfalt og sígilt.


mbl.is Landsfundarnafnspjald Árna Sigfússonar til sölu á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gekk ekki einhvern tímann sú saga um það að einhver hefði sett mömmu sína á sölu á e-bay? hann langaði svona að tékka á viðbrögðunum. Ef einhver veit meira þá endilega segið, það er áhugavert að sjá hvernig svona virkar í þessum á stundum firrta heimi.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 14:15

2 identicon

heyrðu ég á nafnspjald frá landsfundinum mínum spurning hvort þú kæmir því í verð fyrir mig. Ég þarf nú enga tugi þúsunda fyrir nafnspjaldið. Bjórkassi myndi duga og þú fengir 32% af honum í sölulaun.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 13:09

3 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Samfylkingar-Torsteinn,

Þú gætir prófað að setja flokkinn á uppboðsvefinn.

Lokaorðin hér að ofan ættu þá vel við.

Birgir Guðjónsson, 21.4.2007 kl. 13:23

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fyrirgefiði en hvað er landsfundanafnspjald.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.4.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband