25.4.2007
Skortur á vatni.
Í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er skrifuð mjög fróðleg ritstjórnargrein sem ber nafnið skortur á vatni. Svo háttar til, að víðast hvar, gengur mun hraðar á vatnsforðabúr heimsins en þau endurnýja sig. Þar sem vatni er dælt upp úr jörðinni, þarf sífellt að bora dýpra og dýpra eftir því. Sem dæmi, þá er gengið mjög hratt á vatnsforðabúr Sahara-eyðumerkurinnar. Sama á við um mörg fylki Bandaríkjanna. Því miður gera margir sér ekki grein fyrir því að vatn er takmörkuð auðlind líkt og olía.
Eins og staðan er í dag, þá er heildareftirspurn eftir vatni á jarðarkringlunni um 17% meiri en framboðið. Árið 2025 er talið að íbúar jarðarinnar verði um 9.miljarðar og samkvæmt tölum frá alþjóðabankanum þá tvöfaldast vatnseftirspurn í heiminum á 21 ára tímabili. Þetta er í raun einföld hagfræði, þ.s fleira fólk = eftirspurn eykst = minna framboð.
Það er því engin firra að tímaritið Fortune kallar vatnið sem auðlind, olíu 21.aldar. Við Íslendingar eigum e.t.v erfitt með að gera okkur grein fyrir þessum auðæfum, sem land okkar býður uppá. Enda rennur drykkjar-vatnið ómengað, beint í hendurnar á okkur og nánast án greiðslu ef miðað er við mörg önnur ríki. Þetta er ágætt að hafa í huga, þegar næsta vatnsglas er drukkið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert
Hildur (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 17:30
Heyrðu Birgir , ef þú ert þyrstur þá á ég vatn handa þér.
drykkjarkveðjur
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 13:07
Eins og ég hef áður sagt þér er vatnið mun betra í Rvík, en hjá vini þínum Gunnari í Kóp. Þú þarft líklegast á vatni að halda í dag, eftir Samfylkingar-gleðina í gærkvöldi.
Birgir Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 14:00
vatn er gott
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.