Voltaren Rapid

Nýlega var ég staddur á Spáni. Það leiðinlegasta við að ferðast eru þessi hræðilega hörðu hóteldýnur sem verða þess valdandi að nætursvefninn verður ekki góður. Þetta rúm-dýnuvandamál virðist  vera sérstaklega slæmt hjá hótelhöldurum á Spáni og í Portúgal. Kannski er hótelstjórum í þessum löndum kennt í þarlendum hótel skólum að nauðsynlegt er að láta dýnuna endast í tvo-þrjá áratugi, eða jafnvel lengur !!  Ég hef aldrei heyrt í ferðamanni hæla rúminu sínu nema hann sé að koma frá Bandaríkjunum.  Hvað um það.  Þetta endaði allt með því að ég fór að finna fyrir verk í baki og þá voru góð ráð dýr eða kannski má segja ódýr. Ég skutlaðist inn í næsta apótek og óskaði eftir að fá að kaupa Voltaren Rapid. Ekkert mál, sagði yndisfagra afgreiðslustúlkan á góðri ensku. Hún lét mig hafa pakka með 40 töflum og ég pungaði út 2 evrum fyrir herlegheitin.

 

Fyrr í kvöld var ég að skoða netsíðu lyfjaafgreiðslunefndar, þar sem öll lyf eru verðmerkt en samkvæmt þessum gögnum,  þá kostar Voltaren Rapid verkjalyfið kr.678,- í heildsölu og verð frá apóteki er kr. 1.472,-  Þetta gera ca.16 evrur og að auki eru bara 30 töflur í pakkanum. Þannig greiddi ég fyrir 1 töflu kr.4,51 á Spáni en kr.49,0 á Íslandi.  Einnig ber að nefna að á Íslandi er þetta verkjalyf, lyfseðilskylt og þjónusta heimilislækna kostar sitt sem mætti þá í raun bæta ofaná 49,- krónu verðið.

 

Það má ljóst vera að verðlag lyfja og reglugerðir þar af lútandi er aðgerð sem þarf að fara í sem fyrst, neytendum til hagsbóta og síðast en ekki síst, til styrkar heilbrigðiskerfinu sem sífellt berst við stighækkandi kostnað, lokanir deilda og verri þjónustu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Birgir , evran er góð finnst þér það ekki?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband