11.12.2006
Orka og Hugvit.
Í síðustu viku var gleðileg frétt í fjölmiðlum. Fyrirtækið ENEX hefur verið að skipuleggja og verið í framkvæmdum á nýrri hitaveitu í Kína. Einnig áformar ENEX að ljúka öðrum áfanga árið 2008 og það mun verða stærsta hitaveita fyrir utan Ísland. Þetta eru gleðileg tíðindi og ljóst mun vera að eftirspurn eftir íslensku hugviti á þessu sviði mun stór-aukast á næstu misserum.
Í Kína eru um 2.000 þús. orkuver sem knúinn eru með kolum og þau setja út í andrúmsloftið um 670 miljónir tonna af koltvísýringi á ári hverju. Þetta gerir Kínverska alþýðulýðveldið að mengaðasta landi heims.
Í Kína er mikil eftirspurn eftir rafmagni og einnig mikil þrýstingur á ráðamenn þar að minnka mengunina, þ.e.a.s að loka kola-orkuverunum. Þetta gerir áform Enex mjög spennandi þar sem markaðurinn í Kína er gífurlega stór. Að vísu verður að nefna að það eru fleiri en Enex sem geta byggt upp hitaveitur en það eru fyrirtæki í Kaliforníu og norðurlöndum sem ráða við þessi verkefni og fjármögnun.
Kínverjar eru að setja mikla fjármuni í orkugeiran. Þeir áforma að reisa 2 til 3 ný kjarnorkuver á hverju ári og eru með 10 ára stefnumörkun á því sviði. Þeir eru líka með stór áform að sækja olíu til Afríku og eru þessa dagana að kaupa að heilu eða hálfu fyrirtæki á því sviði. Þeir hafa einnig nýverið gert samning við Ástralíu sem tryggir þeim úraníum en eftir því frumefni mun vera meiri eftirspurn en framboð og verðið fer stighækkandi á heimsmarkaði.
Kinverjar eru einnig að reisa vindorkuver og eru þessar vikurnar að opna 49 MW orkuver sem minnkar CO2 um 110.000 tonn. Ég tel að það sé mjög stutt í það að vindorkuver verði reist á Íslandi. Því miður hafa stóru orkufyrirtækin ekki áhuga á þessu eins og er og þá er spurning hvort aðrir fjárfestar sjái ekki möguleika á þessu sviði. Samkvæmt nýju raforkulögunum á ekki að vera mál að selja raforku inn á landsnetið. Allaveganna á ekki að vera pólitísk hindrun líkt og gerðist með Irving Oil þegar þeir ætluðu að koma til landsins um árið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.