14.12.2006
Lestarslys á fjöllum.
Þessi lestarslys á fjöllum eru orðin kómísk og spurningin er, hvar er vinnueftirlit ríkisins og jafnvel lögreglan á Egilsstöðum! Lögreglan gæti sent tvö menn á fjöll til umferðarstjórnunar og jafnvel hraðamælt í göngunum. Ítalir eru nú einu sinni þekktir fyrir að aka greitt. Þetta er því miður ekki fyrsta lestarslysið í jarðgöngunum og ljóst er að það vantar mikið upp á skipulag og öryggisstjórnun hjá verktakanum. Hvað er fyrirtækið að gera sem tók að sér eftirlit með framkvæmdunum fyrir 1,6 Miljarð króna fyrir hönd Landsvirkjunnar.
Meiddust lítið í lestarslysi og verða útskrifaðir í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.