Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
12.10.2007
"Vote Smart" Lobbýhópar skora
Þann 5.mars síðastliðinn, skrifar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar ágætan pistil um “lobbýhópa” sem eru með öðrum orðum hagsmunasamtök, sem nota margvíslegar aðferðir til að að ná eyrum og athygli þingmanna og mynda þrýsting á þá til þess að þingmenn beiti sér fyrir ákveðnum málefnum. Hér á eftir kemur pistill hans í heild sinni ;
“Lobbýhópar skora
Nú eru einungis rúmir 2 mánuðir eftir af kjörtímabilinu og það hefur ýmislegt drifið á daga mína sem þingmaður. En það var eitt sem vakti eftirtekt mína fljótlega eftir að ég settist á þing. Það voru áhrif hagsmunahópa eða svokallaðra lobbýhópa. Við þekkjum öll lobbýhópana sem við sjáum í bandarísku sjónvarpsþáttum en ég hefði aldrei trúað því að slíkir hópar þrifust raunverulega á Íslandi, hvað þá að þeir gætu hreyft við málum. Fyrsta sumarið mitt sem þingmaður byrjuðu tölvupóstarnir að flæða til mín með alls kyns erindi. Á þeim tíma kom fljótlega í ljós að einn ákveðinn hópur var meira áberandi en aðrir hópar. Þetta voru ekki útgerðarmenn eða bændur. Ekki heldur verkalýðshreyfingin eða kvenréttindasamtök. Það voru rjúpnaskyttur. Mjög reiðar rjúpnaskyttur. Þær áttu ekki orð yfir fyrirhuguðu veiðibanni á rjúpum og helltust yfir mann formælingarnar fyrir þessa stórhættulegu og ólýðræðislegu og jafnvel óíslenskulegu ákvörðun sem ég kom reyndar ekki nálægt. Svona hélt þetta áfram allt haustið þar til að nokkrir þingmenn úr nokkrum ónefndum flokkum guggnuðu og birtust með þingmál, rjúpnaskyttum í hag. En allt kom fyrir ekki og rjúpurnar sluppu þessi jól. Nú er auðvitað búið að afnema þetta veiðibann.Aðrir lobbýhópar eru meira hefðbundnir, og þeir, ykkur að segja, ná sínu fram. Aðrir hópar sem hafa ekki eins sterka málsvara verða því undir í kapphlaupinu um skattfé almennings. Áhrif lobbýhópa munu án efa aukast í íslenskri pólitík á næstu misserum.
“Líkt og Ágúst segir í enda pistils síns, þá telur hann að að “Lobbýismi” muni aukast á næstunni. Ef einhver fylgist með bandarískum stjórnmálum, þá verja fjölmargir hagsmunahópar gífurlegu fé til þess eins að hafa áhrif á skoðannir þingmanna. Mörg fjársterk samtök eru með “lobbísta” að störfum innan bandaríska þingsins til þess eins að ná “ personal contact” við þingmenn sem hafa völd og áhrif í ákveðnum málaflokkum.Gott dæmi um gífurlegan sterkan hagsmunahóp eru þau fyritæki sem stjórna oliu og gas iðnaðinum í Bandaríkjunum. Því miður er mikil tregða hjá bæði “House” og “Senate” að hverfa til annarra orkugjafa að einhverju ráði. Það mun væntanlega breytast þegar stóru olíufélögin verða búin að sölsa undir sig þá tækni sem mun leysa ólíuna af hólmi næstu áratugi. Í lista sem sýnir fjármuni olíu-gas fyrirtækjana, sem notaðir voru til þess að styrkja flokkssjóði ákveðinna þingmanna árið 2006, þá er í efsta sæti þingmaður frá Texas, Mr. Hutshision Kay Bailey (R-TX ) en hann fékk greiddar árið 2006, US $ 317.586,- Síðan eru 20 republikanar á topp 20 listanum. Samtals gera þetta 3.531.248,- US.dollars 211 miljónir – 875 þús.
Í þessum topp 20-lista eru einungis Repuplikanar en yfir heildina þá greiddi gas og olíuiðnaðurinn einnig árið 2006 3.536.995,- U.S dollars til ákveðinna Demókrata. Getur eitthvað slíkt gerst á Íslandi !! Nú þegar er orðið dýrt að fjármagna kosningabaráttuna á Íslandi. Það er mikið fjármagn í umferð hér á Íslandi. Eru borgarbúar eða kjósendur landsbyggðarinnar að kjósa einstaklinga og flokka sem muna frekar eftir þeirri lögpersónu (fyrirtæki) sem laumaði þúsundkallinum eða þess mun meira í síðasta kosningasjóð. E.t.v er þetta eitt af þessum málum sem má ekki ræða opinskátt. Allir þegja þetta í hel. Í þessu málaflokki þarf almenningur að vera á varðbergi þ.s gífurleg barátta virðist vera um völd og hver fer með völdin í umboði fólksins. Því miður vill það oft gleymast hjá pólitíkusum, þangað til nokkrum vikum fyrir næstu kosningar þegar hinn almenni kjósandi verður fulgildur meðlimur í partýinu.
Bloggar | Breytt 16.11.2007 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2007
Villi tapar taflinu og skák & mát.
Dagurinn í dag var stór og merkilegur í bæjarpólitík Reykjavíkur. Því miður hefur fráfarandi borgarstóri Sjálfstæðisflokksins, ofmetið styrk sinn og spilað “sóló” í REI málinu og neyddist síðan til þess að tala öðrum tungum undir lokinn, gefa eftir, þar sem yngra fólkið í flokknum sagði hingað og ekki lengra. Í öllum þessum málmiðlunum hjá kjörnum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þá gleymdist algjörlega að bera virðingu fyrir skoðunum Björns Inga, en hann var anzi valdamikill í málinu þ.s það vantaði bensín á farartækið en Björn gat sett bensín á tankinn en kaus að skilja alla farþeganna eftir í Höfða, þ.s borgarfulltrúar buðu upp í dans en sætasta stelpan á ballinu mætti ekki. Og síðan endaði dansleikurinn með reiði og miklum vonbrigðum eins og alþjóð veit.
Þrátt fyrir ítrekaður spurningar frá stjórnanda Kastljós fyrr í kvöld, hvort skipt verð um skipstjóra í brúnni hjá Sjálfstæðisflokknum, þá mun svo gerast næsta sumar. Þegar öldur tekur að lægja. Það væri allaveganna mjög skynsamleg í stöðinni. Mun ég biðja um einstakling sem ræðir við flokksmenn sína áður en fljótfærni og dómgreindarleysi tekur völdin. Foringja flokksins er nauðsynlegt að hafa heilbrigða tengingu við flokksmenn sína og mun ekki stætt á því að láta draga sig á asnaeyrunum af þröngsýnum hópi manna misvitra ráðgefanda.
Því miður hafa engin skoðanaskipti átt sér stað um mestu mistök Vilhjálms í borgarstjóra tíð hans, þar sem hann hlunnfór íbúa Reykjavikur um tugi miljarða fyrr á kjörtímabilinu með sölu á 45 % eignarhlut Reykvíkinga í Landsvirkjun, langt undir markaðsverði. En þessi misstök komu berlega í ljós þegar Geysir Green Energy kaupir í Hitaveitu Suðurnesja. Þar voru á ferð algjörlega dómgreindarlaus vinnubrögð og þau voru unninn undir sama verklagi og í REI málinu. Því miður voru nýju borgarfulltrúar sjálfstæðismanna ekki á varðbergi í því máli, enda nýkomnir í valdastóla og Vilhjálmur, hinn margreyndi pólitíkus fór sínu fram líkt og hann ætlaði sér að gera í þessu máli REI. Líklegast verður komið frost í jörðu næstkomandi sunnudag, þegar Villi tekur skóflustunguna að nýju 120 íbúa blokkunum fyrir eldri borgara. Hann fær þá bara lánaða Heiðmerkur gröfu frá vini sínum úr Kópavogi, Hr.Gunnar Birgis, en þar er maður að verki sem lætur verkin tala. Vonum að skóflustungan lukkist, og Gunnar þurfi ekki að rétta hjálparhönd
Sjá grein um sölu Landsvirkjunnar hér á eftir ; “http://thorsteinni.blog.is/blog/thorsteinni/entry/331088/
Þegar Villi gaf hlut Reykvíkinga í Landsvirkjun
Á sínum tíma þegar Vilhjálmur seldi/ gaf Landsvirkjun hlut Reykvíkinga í Landsvirkjun þá birti ég eftirfarandi pistil á bloggsíðunni. Fréttablaðið birti greinina svo til óbreytta undir sínu nafni en það vakti þá bara meiri athygli á málinu. Framganga Vilhjálms borgarstjóra í þessu máli og fleirrum vekja mann til spurninga um hvort hann sé hæfur til starfans. ??? Í stjórnartíð R- listans í Reykjavík ásældist ríkið með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi eignarhlut Reykjavíkur í Landsvirkjun. Væntanlega með það að markmiði að eindavinavæða fyrirtækið þegar tíminn væri réttur. Slitnaði uppúr þeim viðræðum þar sem R-listameirihlutanum fannst verðmat á eignarhluta sínum langt undir sannvirði. Minnihluti sjálfstæðisflokksmanna í borgarstjórn með Guðlaug Þór í fararbroddi mótmælti því ákaft að ekki skyldi gengið til samninga um söluna á grundvelli verðmats ríkisins á Landsvirkjun Eitt fyrsta verk nýs meirihluta sjálfstæðisflokksmanna í Reykjavík var að ganga frá sölu á eignarhlutanum samkvæmt mati ríkisins. Verðið 27 milljarðar fyrir 45 % hlut Landsvirkjun.Geysir Green Energy kaupir í gær 15,23 % hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja á 7,4 milljarða. Sem þýðir að verðmæti Hitaveitu Suðurnesja er 48,6 milljarðar. Eigið fé H.Suðurnesja þann 31.12.2005 var 13,77 miljarður, væntanlega mun meira í árslok 2006 en þær tölur liggja ekki fyrir. Eigið fé Landvirkjunar í lok árs 2005 58 milljarðar, en í lok árs 2006 61,1 milljarður. I rauninni selt fyrir eigið fé Landsvirkjunar. EBITDA Landsvirkjunar fyrir árið 2006 er 14,9 milljarðar. Ríkið greiðir upp kaupverðið á ca. 6 árum.Uppsett afl Landsvirkjunar að meðtalinni Kárahnjúkavirkjun er 4 sinnum meira en Hitaveita Suðurnesja. Þannig má segja með einfaldri þumalputtareglu að verðmæti Landsvirkjunar gæti verið um 200 milljarðar, en ekki 59 milljarðar eins og matið var hjá Reykjavíkurborg. Það er alveg kristaltært að hlutur Reykvíkinga í Landsvirkjun var seldur langt undir raunverði, svo langt að það jaðrar við að vera glæpsamlegt. Ekki verður í fljótu bragði séð hvaða hvatir liggja að baki afleik þessum, en helst hallast maður að því að afhenda eigi fyrirtækið vel völdum aðilum fyrir lítið fé.Ætli það tengist eitthvað að Páll Magnússon nýr stjórnarformaður Landsvirkjunar er bróðir Árna Magnússonar hjá Glitni , sem er stór hluthafi í Geysir Green Energy. Er smokkfiskurinn enn og aftur að?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2007 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)