Færsluflokkur: Bloggar
Ef einhver vill kaupa, þá er hægt að selja nánast alla hluti. Núna er nafnsjaldið hans Árna til sölu á e-bay. Síðan er spurning, hvenær notuð munnþurrka Ólafs Ragnars eða varalitur Dorritar verður boðinn upp. Kjarni málsins er, að svona hlutir gerast þar sem frjálst markaðskerfi er fyrir hendi. Ef enginn hefur áhuga á að kaupa, þá er enginn markaður. Einfalt og sígilt.
![]() |
Landsfundarnafnspjald Árna Sigfússonar til sölu á eBay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2007
Er Stúdentaráð H.Í með óráði ?
Stúdentaráð Háskóla Íslands, telur ólíðandi að einkareknu skólarnir fái sama framlag frá ríkinu og opinberu háskólarnir, þar sem þeir einkareknu innheimti skólagjöld. Stúdentaráðið segir að stór hluti stúdenta taki lán fyrir skólagjöldum á svo hagstæðum vöxtum að ríkið fái aðeins um helming fjármuna til baka. Því fjármagni ríkið stóran hluta skólagjaldanna og þetta verður til þess að einkareknu skólarnir fái meira fé frá ríkinu en aðrir.
Þessi staða skekkir samkeppnishæfni skólanna og leggur Stúdentaráð H.Í til að staðan verði leiðrétt með því að hækka ríkisframlag til opinberu skólanna um það sem nemur skólagjöldunum í einkareknu skólunum.
Ég var hreint og beint orðlaus þegar ég las þessa frétt. Nú er það svo að námslán eru að fullu verðtryggð og bera að auki 3% vexti. Þannig að þessi lán gera námsmenn ekki ríka. Einnig efast ég stórlega um stærðfræðihæfileika stúdentaráðs H.Í, varðandi þá fullyrðingu að ríkið fái aðeins helming til baka.
Eiga námsmenn sem fara erlendis í nám ekki rétt á stórum peninga styrkjum frá ríkinu, þar sem þessir námsmenn spara ríkinu gífurlegt fé, þ.s annars hefði verið nauðsynlegt að byggja fleiri skóla sem kallar á mjög hækkandi rekstrarkostnað fyrir menntakerfið, mun fleiri kennara, o.s.f.
Nú er spurning hvort einkareknu skólarnir verði sér út um happaþrennur og spilakassaleyfi !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007
Harmleikur í Blacksburg - Virginia
Þetta er hræðileg frétt frá Virginia. Því miður, er þetta afleiðing þess að almenningur hefur aðgang að skotvopnum. Rétturinn til að verja sig er anzi sterkur í Bandaríkjunum og er einhvern megin greyptur í þjóðarsálina. Þetta skilur aðeins sá sem hefur búið þar í einhvern tíma og kynnst amerísku þjóðarsálinni.
Þess má geta að ég kom á þetta skólasvæði í Blacksburg á seinni hluta níunda áratugarins en þetta er stór háskóli með um 35.000 nemendur. Í þessari heimsókn, sá ég m.a minn fyrsta og eina ameríska fótboltaleik "live" og var það ógleymanleg reynsla.
![]() |
Íslendingur óhultur eftir árás í tækniskólanum í Virginíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007
Hið ljúfa líf.
Almenningur hlýtur að verða reiður að lesa þessa frétt. Hver borgar þessa ferð. Ef háttvirtur forseti alþingis, Frú Sólveig Pétursdóttir er svo ílla að sér varðandi stjórnun löggjafarþings, þá mælist ég til þess að hún fari á netið og fræðist þar um þau mál og einnig allt varðandi lögjafarþing Kaliforníu. Nú, ef það er sólin sem hún sækist eftir, þá er sjálfur alþingisgarðurinn verulega skjólgóður.
Líklegast er þetta 10-12 manna hópur og það eina sem vantar uppá er að fréttatökulið frá sjónvarpinu verði með í för. (Ég bíð enn eftir sýningu heimildarmyndarinnar um heimsókn, Frú Valgerðar til Sigríðar Dúnu í S-Afríku). Síðan geri ráð fyrir að þetta sé verðlaunaferð Hjálmars Árnasonar, fyrir vel unnin störf í þágu Framsóknarflokksins.
![]() |
Forseti Alþingis í heimsókn til Kalíforníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er þetta ekki slakasti formaður sem jafnaðarmenn hafa átt á Íslandi ! Það er ótrúlegt að hlusta á yfirlýsingar gamla kvennalistaforingjanns. Ég hefði sjálfur roðnað undan þessum orðum hennar á þinginu, þar sem hún segir að það sé mikill karakter og taktur í flokknum þrátt fyrir mótbyr. Afleiðingarnar eru að hennar sögn " fullmótaður flokkur jafnaðarmanna".
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnaðarmanna-foringinn slær stórar feilnótur í pólitíkinni. Líklegast er það þess vegna, sem hinn "fullmótaði flokkur" jafnaðarmanna, hefur tapað miklu fylgi undanfarið hjá íbúum þessa lands.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.4.2007
Hvað á landsfundur að gera ?
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið í dag sem ber nafnið “Hvað á landsfundurinn að gera “?
Jón segir eftirfarandi ;
“Samfylkingin hamast við að klára alla stefnumótun áður en landsfundur hennar hefst. Landsfundurinn virðist því bara eiga að klappa en ekki ákveða neitt. Nýjasta dæmið um þessa viðleitni forystunnar er heilt rit eftir Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra um efnahagsmál. Meginniðurstaða ritsins virðist vera að Samfylkingin stefni beinlínis að "harðri" lendingu með harkalegum samdrætti í opinberum umsvifum og niðurskurði í samneyslu, opinberum framkvæmdum og væntanlega þá einnig óhjákvæmilega í velferðarframlögum.”
Niðurstaða Jóns er semsagt, að þröngur hópur flokksforystumanna er búinn að ákveða stefnuna fyrir landsfund og hinn venjulegi flokksmaður hefur engin áhrif til úrbóta á þessa stefnu.
Væntanlega er sama vandamál upp á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum, sem birti á þriðjudag, drög að ályktunum fyrir hina ýmsu málaflokka. Samtals voru þessi drög um 30 blaðsíður, líklegast til að undirbúa hinn almenna flokksmann næginlega vel fyrir 37.landsfundin. Drögin báru það með sér að vera samin af þröngum og útvöldum hóp flokksforustunnar. Ekki er sjáanlegt að grasrótin í flokknum hafi komið nálægt þessari vinnu. Síðan mæta flokksfulltrúar í Laugardalshöllina til þess að klappa fyrir drögunum og ráðherrum, þar sem þeir sitja prúðir með bros á vör og svara nokkrum almennum spurningum. Síðan hætta drögin að verða drög, þegar flokksfulltrúar í andlegum jógastellingum, rétta upp hönd til samþykkis, svona eins og gerðist hjá rússneska kommúnista flokknum. Múgsefjunin er á hæsta stigi í höllinni. Allir fyrir einn, einn fyrir alla.
Þannig verða drög að stefnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.4.2007
Auðæfi Íslands - H2O
Íslendingar eru þessi misserin að gera sér grein fyrir því að geysileg verðmæti eru fólgin í vatninu, bæði ofanjarðar og neðanjarðar. Íbúum jarðarinnar fer sífellt fjölgandi sem skapar sífellt og stöðuga eftirspurn eftir vatni. Nýverið keyptu fjárfestar, vatnréttindi í Ölfusi og hyggja þeir á útflutning á vatninu. Sömu sögu er að segja af samskonar fjárfestum á Snæfellsnesi.
Nú á dögum gróðurhúsaáhrifa er skortur á vatni farin að hamla framförum og vexti heilla þjóða sem áður höfðu það nokkuð gott. Sem dæmi, þá þurfa Egyptar að flytja inn helming af sínum matvælum,þ.s skortur er á vatni til matvælaframleiðslu. Þurrkar hafa mikil áhrif og þeir eiga eftir að aukast vegna gróðurhúsaáhrifa.
Þurrkar hafa valdið miklum vatnsskorti undanfarið í Ástralíu, Bandaríkjunum, Kína og Indlandi. Einungis í Evrópu er kostnaður samfélagsins vegna þessa talinn í hundruðum miljarða.
Stundum þurfum við Íslendingar að klípa okkur í handleggin til þess að átta okkar á því hvað við höfum það gott. Margir fjárfestar fullyrða að vatnið verði olía 21.aldar. Við þurfum ekki nema að hugsa um 20 ár fram í tímann og reikna þá fólksfjölgun sem verðu í heiminum öllum til þess að komast að þessari niðurstöðu.
Eftir um 50 ár, þá verður Ísland búið að stofna her og öryggissveitir, og komið í mun nánara hernaðarbandalag við aðra þjóð. Slík verður eftirspurn eftir vatninu góða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007
Hver á rigninguna ?
Eitt er það, sem fullvíst má telja, en það er sú staðreynd að jörðin býr ekki yfir ótakmörkuðum hráefnum og auðlindum. Fyrst voru fiskarnir í sjónum teknir af okkur landsmönnum og þar með mikið af fjármunum, allt undir fána skynsemisnýtingar, sérhagsmunaréttinda og kvóta. Eini atvinnuvegurinn á Íslandi sem fær hráefni sitt án greiðslu. Og öllum er nákvæmlega sama. Kvóta-kóngar skapa svo mikinn gjaldeyri. Þetta fyrirkomulag er svo “þjóðhagslega hagkvæmt”.
Í dag er að verða til þjóðflokkur sem heitir vatnsrétthafar. Ef það rennur á um land þitt, þá ert þú lesandi góður nú þegar orðinn smávegis loðinn um lófana. En ef það rennur stór og vatnsmikil á, þá ert þú dottinn í stóra lukkupottinn, þ.s ef hægt er að virkja hana og búa til rafmagn. Vatnsrétthafar, sem eiga land að Kárahnjúkastíflu, óska eftir að fá greitt um 100 miljarða fyrir afnot Landsvirkjunar af vatninu, sem býr til rafmagnið handa álveri ALCOA. Landvirkjun metur kröfu vatnsrétthafa á um 350 miljónir. Það ber mikið á milli þessara aðila, ca, 99 miljörðum og öðrum 650 litlum miljónum. Gera má ráð fyrir að, ef vatnsrétthafar fái einhvern hluta af sinni kröfugerð samþykktan að hin lága arðsemiskrafa Landsvirkjunar sé fokinn út um mela og steina. Ef litið er til Noregs þar sem dómar hafa fallið í vatnsréttarmálum, þá má fastlega gera ráð fyrir að Landvirkjun þurfi að greiða talsverða fjármuni í vatnsréttarbætur.
Ég tel að það sé einungis tímaspursmál hvenær kröfugerð berst frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og jafnvel Sameinuðu þjóðunum. Þessir aðilar eiga verulegan hlut í öllu þessu vatni sem til hefur fallið hér á landi undanfarin eittþúsund ár.
Semsagt, hver á eiginlega rigninguna ???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2007
UFO á Íslandi ?

Ég hef lengi haft áhuga á “fljúgandi furðuhlutum” eða það sem er kallað UFO á ensku. Líklegast má rekja þennan áhuga til sterkrar eðlislægrar forvitni en þó einkum helst til þess, að í menntaskóla lærði ég stjörnufræði undir öruggri leiðsögn, ekki verri manns en Ara Trausta Guðmundssonar. Í námsgreininni var m.a nauðsynlegt að læra utan bókar, öll helstu stjörnumerki himinhvolfsins og bý ég enn að þeim fróðleik í dag. Ég verð að viðurkenna að síðan þá, hef ég oft og margsinnis notað tækifærið þegar ég kemst út úr upplýstri höfuðborginni, til þess að liggja á jörðinni og njóta stjarnanna og himinhvolfsins í allri sinni dýrð.
Einn af bekkjarfélögum mínum átti einnig stóran þátt í því að vekja upp forvitni mína á fljúgandi furðuhlutum.. Þessi félagi minn fór m.a. til London á UFO þing, þar sem hópur manna víðsvegar úr veröldinni hittust til þess að ræða þessi mál. Man ég ennþá hversu undrandi og forviða ég varð þegar hann tjáði mér að Pólverji hefði staðið upp á sviði og sýnt búning eða klæði sem hann hafði fundið og áttu þau að vera af geimveru. Þessi klæði var ekki hægt að rífa í sundur né brenna. Í dag er þessi félagi minn doktor í geðlækningum við bandarískt geðsjúkrahús.
Um síðustu helgi, opnaði franska geimvísindastofnunin gagnaskrár sínar um UFO fyrir almenningi, þ.s þær upplýsingar sem höfðu verið skrásettar í Frakklandi, voru settar á netið. Af þeim gífurlega fjölda atvika sem var til í gagnagrunninum, þá hefur aðeins fundist skýring á 11 % tilvika, annað er algjörlega óútskýrt.
Til er fólk á Íslandi sem telur sig hafa orðið vart við geimveru og jafnvel verið tekið upp í geimskip og skilað aftur til jarðar. Það sem háir þessum umræðum talsvert mikið, er ótti fólks til að koma fram í fjölmiðla og skýra frá reynslu sinni. Þú lesandi góður, gætir sett þig í þessi spor sjálfur ef þú gætir ímyndað þér svipinn á þínum nánustu þegar þú tjáir þeim, að þú hafir séð geimskip eða talað við geimveru í síðustu viku.
Núna er mín spurning sú ? Er “John Fife Symington 3”, e.t.v ekki heill á geði. Þessi fyrrum ríkistjóri Arisona fylkis, fullyrti í síðustu viku að hann ásamt félaga sínum hefðu séð risa-geimskip fyrir ofan borgina Phoenix, árið 1997. Taka skal fram að Symington hefur atvinnuflugmannspróf, þannig að hann á að hafa þekkingu til þess að greina hluti í himinhvolfinu og að auki voru hundruðir annarara vitna. Einnig kom fram hjá Symington að hann vildi ekki nefna þetta fyrr í fjölmiðlum. Og skildi engan undra þar sem kjósendur hefðu tekið hann af lífi.
Svona er lífið margflókið. Sjá umfjöllun CNN um málið hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2007
Úrslitin á Mallorku.
Jæja, Ekki tókst knattspyrnulandsliðinu að leggja Spánverjana. En hvað segir maður ekki í boltanum "kemur næst". Í heilt yfir litið þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkar mönnum. Vallarskilyrði voru vægast sagt döpur í fyrri hálfleik þ.s rigning eða réttara sagt úrhelli var á Mallorku. Þetta varð til þess að boltinn stoppaði í pollum og leikmenn voru betur settir að vera í sundskýlu en stuttbuxum. Við áttum 3 stykki hálf-færi og Spánverjar eitthvað svipað. Seinni hálfleikur var einstefna af hálfu Spánverjana og þrátt fyrir það hefðum við getað haldið jöfnu en hægri bakvörður okkar liðs var bara ekki hægra meginn þegar Innesta hinn Katalónski fann netmöskvana. Semsagt enn ein varnarmistök af okkar hálfu.
Í stuttu máli þá verður þessa leiks minnst fyrir frábæra markvörslu Árna Gauts, alhvíta búningsins sem landsliðið lék í ( Ledds búningurinn flottur ), mikillar rigningar og vatnselgs og að síðustu, lélegrar frammistöðu Eiðs Smára sem var bara ekki með í leiknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)