Úrslitin á Mallorku.

Jæja, Ekki tókst knattspyrnulandsliðinu að leggja Spánverjana. En hvað segir maður ekki í boltanum "kemur næst".  Í heilt yfir litið þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkar mönnum. Vallarskilyrði voru vægast sagt döpur í fyrri hálfleik þ.s rigning eða réttara sagt úrhelli var á Mallorku. Þetta varð til þess að boltinn stoppaði í pollum og leikmenn voru betur settir að vera í sundskýlu en stuttbuxum. Við áttum 3 stykki hálf-færi og Spánverjar eitthvað svipað. Seinni hálfleikur var einstefna af hálfu Spánverjana og þrátt fyrir það hefðum við getað haldið jöfnu en hægri bakvörður okkar liðs var bara ekki hægra meginn þegar Innesta hinn Katalónski fann netmöskvana. Semsagt enn ein varnarmistök af okkar hálfu.

Í stuttu máli þá verður þessa leiks minnst fyrir frábæra markvörslu Árna Gauts, alhvíta búningsins sem landsliðið lék í ( Ledds búningurinn flottur ), mikillar rigningar og vatnselgs og að síðustu, lélegrar frammistöðu Eiðs Smára sem var bara ekki með í leiknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Verst að geta ekki séð leikinn en "fylgdist med honum" á úrslitasíðu ruv. Mikið rétt, Leeds búningurinn alltaf flottur en að sami skapi er gengi þeirra þessa dagana ömurlegt.

Ólafur Als, 29.3.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband