Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Svissneski frankinn og Ísland 2008

5frank

Fyrr í kvöld var viðtal við Björgólf Thor í hinum vinsæla Kastljós þætti RUV. Þar talaði hann um þann möguleika að íslendingar tækju upp svissneska frankann sem gjaldmiðil. Um þetta málefni, bloggaði ég fyrr á árinu eða þann 21.mars síðastliðinn.

 

Ég hef ekki heyrt einn einasta stjórnmálamann,fjölmiðil eða einstakling minnast á þennan möguleika fyrr en núna í kvöld.  E.t.v  hefur Björgólfur lesið þennan pistil minn, hvur veit !  Ég hallast þó frekar að því að þessum raunhæfa möguleika hafi skotið upp í kollinn hjá honum nýlega, enda íslenska krónan hreint og beint ónýtur gjaldmiðill sem lýtur stjórn erlendra vogunarsjóða (jöklabréf) en ekki íslenska seðlabankans eða annarra markaðsafla.

 

Hér á meðal okkar eru til miklir Evrópusinnar og þar á meðal eru allmargir alþingismenn sem vilja að við göngum strax til samninga við Evrópusambandið og tökum síðan upp evru sem gjaldmiðil. Þetta er því miður ekki raunhæf lausn og allt hjal um þetta draumórar og tímaeyðsla. Raunhæfasta lausnin fyrir okkar örsmáu þjóð er að semja við Svisslendinga og taka upp svissneska frankann, Það samningaferli ætti ekki að taka langan tíma. Þegar þessi skipan er orðinn að veruleika þá er ég fullviss um að “orðið” "EVRÓPUSINNI" falli niður dautt og verði ekki lengur með skiljanlega merkingu í íslensku máli.

 

Hér birti ég aftur greinina frá 21.03.2007.

 Undanfarið hefur mikið verið rætt opinberlega um að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru. Fordómalaus og opinská umræða er nauðsynleg í þessu tilliti en jafnframt er ljóst að það mun líða mjög langur tími, þangað til að erindrekar Íslands taka sér búsetu í Brussel.  Staðreynd málsins er sú að Ísland uppfyllir ekki nema litin hluta af  grundvallarskilyrðum inngöngu í EB og þar falla undir m.a mikill viðskiptahalli og verðbólga. Það góða við málið er að við getum leiðrétt þetta, ef vilji er fyrir hendi . Það er því freistandi að segja já og amen enda er búið að sýna almenning fram á, að verðlag á matvælum er miklu hærra hjá okkur Íslendingum en í nágrannalöndunum og þetta á einnig við um  húsnæðislánin okkar. 

Nýlega reiknuðu tveir hagfræðingar, Bjarni Már hjá Samtökum Iðnaðarins og Ólafur Darri hjá A.S.Í, hvað íslenska krónan kostar okkur.  Þeir notuðu sem forsendur fyrir sinn útreikning 3 % vaxtamun á milli Íslands og EB en þess má þó geta að bankastjóri L.Í hefur nefnt nýverið að hann sé í kringum 2,20 %. Niðurstöður útreiknings hagfræðingana hljóðar upp á 37 miljarða vaxtaálag sem heimilin landsins þurfa að greiða  og við getum því kallað, vaxtaálag okkar vegna krónunnar. Þetta reiknast um krónur 500.000,-  fyrir venjulega fjölskyldu. Samkvæmt áðurnefndum útreikningum kostaði krónan fyrirtækjum í landinu einnig 35 miljarða á ári. Þetta er því samtals 72 miljarðar á ári sem fyrirtæki og einstaklingar greiða í vaxtaálag samkvæmt þessum forsendum. Einnig er áætlaður kostnaður við gengisvarnir sem nemur 5-28 miljörðum árlega. Líklegast þurfum við að búa við þessi skilyrði í 10 til 20 ár í viðbót þangað til þjóðin gengur í EB. Því miður hrýs mér hugur við skrifræðinu í Brussel og reglugerðunum. 

Það sem væri mesta kjarabótin fyrir lífskjör almennings og rekstur fyrirtækja er önnur mynt en krónan. Það er alltaf horft til Evrunnar og myntbandalags Evrópu í þessu sambandi og þá fylgir EB í pakkanum. Hvers vegna opnum við ekki augun fyrir fleiri möguleikum. Væri ekki raunhæfur möguleiki fyrir Íslendinga að taka upp Svissneskan Franka. Til þess að svo mætti verða, þyrfti að semja við Svisslendinga en af því höfum við talsverða reynslu í gegnum EFTA samstarfið um áratuga skeið. Svissneski frankinn er fimmti mikilvægasti gjaldmiðill heimsins á eftir dollara, evrunni, yeni og pundi. Í Sviss búa 7 miljónir manns og verðbólga er 1 % en verðbólgumarkmið svissneska seðlabankans eru 2%. Hagvöxtur er áætlaður 3 % fyrir árið 2007. Um 11 % af þjóðarframleiðslunni kemur frá fjármálageiranum. Hagkerfið er stöðugt og laust við allar öfgar. Svisslendingar neituðu aðild að EES samningnum 1992 en margir litu á þann samning sem biðstofu fyrir EB aðild. Þeir neituðu síðan aftur inngöngu í EB 2001. Í dag viðurkenna jafnvel skriffinnarnir í Brussel að það muni líða 10-20 ár í inngöngu Svisslendinga í EB. Fjármálageirinn í Sviss hefur verið mjög áhrifamikill í þessari umræðu og verið á móti aðild, þ.s það mundi að sjálfsögðu þýða endalok frankans. Væri ekki raunhæft að skoða þessa hugmynd fyrir alvöru, öllum á Íslandi til hagsbóta. Það er ljóst að krónan er að fara mjög illa með almenning og fyrirtækin í landinu. Það er einungis pólitísku vilji sem þarf og viljinn verður kannski til ef almenningur þrýstir á pólitíkusana. Ég sé allaveganna ekkert nema kosti við þessa hugmynd.

Kannski greiði ég 14 franka fyrir bíómiðann eftir 2-3 ár og lækka greiðslubyrðina af húsnæðisláninu um 280 franka á mánuði ásamt því að sjá lánsfjárhæðina lækka. Hvur veit. "         


Rudy Giuliani í viðtali.

Seinnipartinn í dag, var ég að horfa á NBC-Europe sjónvarpsstöðina, þ.s forsetaframbjóðandinn og fyrrverandi borgarstjóri NY borgar, Rudy Giuliani sat fyrir svörum. Það sem mér þótti athyglisverðast í viðtalinu var aðgangsharka þátta-spyrjandans varðandi persónuleg mál Giuliani.  Spyrjandinn var maður um sextugt og hann var greinilega ekki nýbyrjaður í “bransanum”. Spurningarnar voru hnitmiðaðar og þetta voru ekki hin leiðigjörnu íslensku “Seljan” skot.

 

Giuliani svaraði öllum spurningum á öruggan og yfirvegaðan hátt en í viðtalinu viðurkenndi hann ýmis embættis mistök í gegnum tíðina en batnandi manni er best að lifa.

 

Sem dæmi, þá lét hann lögreglumann fylgja vinkonu sinni (eiginkona í dag) hvert fótmál frá árinu 2000. Þetta var gert vegna líflátshótana  og með ráðgjöf lögregluembættis NY borgar. Í þessu tilfelli átti Giuliani að vera að eyða peningum skattborgaranna.

 

Einnig var spurt út í fyrirtækjarekstur borgarstjórans en hann á stórt og umsvifamikið alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki. Giuliani, sagðist ekki koma nálægt daglegum rekstri en auðvitað væri hann eigandi og sem slíkur bæri hann ábyrgð á rekstrinum. Ekki stendur til að breyta því í framtíðinni að hans sögn.

 

Giuliani var að lokum spurður út í afstöðu sína til samkynhneigðar. Hann sagðist vera kaþólikki og í sjálfu sér bæri hann virðingu fyrir samkynhneigðum, það væri hinsvegar gjörningar eða framkvæmdir samkynhneigðra sem hann væri mótfallinn. Væntanlega hefur hann átt við kynferðislegar athafnir !  En þarna talaði greinilega pólitíkus og einstaklingur sem er vanur að vera í sviðsljósinu. . Það verður gaman að fylgjast með hinum litríka persónuleika Giuliani á komandi mánuðum og hvernig honum reiðir af í prófkjörinu.  


Villi tapar taflinu og skák & mát.

Dagurinn í dag var stór og merkilegur í bæjarpólitík Reykjavíkur. Því miður hefur fráfarandi borgarstóri Sjálfstæðisflokksins, ofmetið styrk sinn og spilað “sóló” í REI málinu og neyddist síðan til þess að tala öðrum tungum undir lokinn, gefa eftir, þar sem yngra fólkið í flokknum sagði hingað og ekki lengra. Í öllum þessum málmiðlunum hjá kjörnum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þá gleymdist algjörlega að bera virðingu fyrir skoðunum Björns Inga, en hann var anzi valdamikill í málinu þ.s það vantaði bensín á farartækið en Björn gat sett bensín á tankinn en kaus að skilja alla farþeganna eftir í Höfða, þ.s borgarfulltrúar buðu upp í dans en sætasta stelpan á ballinu mætti ekki. Og síðan endaði dansleikurinn með reiði og miklum vonbrigðum eins og alþjóð veit. 

Þrátt fyrir ítrekaður spurningar frá stjórnanda Kastljós fyrr í  kvöld, hvort skipt verð um skipstjóra í brúnni hjá Sjálfstæðisflokknum, þá mun svo gerast næsta sumar. Þegar öldur tekur að lægja. Það væri allaveganna mjög skynsamleg í stöðinni. Mun ég biðja um einstakling sem ræðir við flokksmenn sína áður en fljótfærni og dómgreindarleysi tekur völdin. Foringja flokksins er nauðsynlegt að hafa heilbrigða tengingu við flokksmenn sína og mun ekki stætt á því að láta draga sig á asnaeyrunum af þröngsýnum hópi manna misvitra ráðgefanda.  

 Því miður hafa engin skoðanaskipti átt sér stað um mestu mistök Vilhjálms í borgarstjóra tíð hans, þar sem hann hlunnfór íbúa Reykjavikur um tugi miljarða fyrr á kjörtímabilinu með sölu á 45 % eignarhlut Reykvíkinga í Landsvirkjun, langt undir markaðsverði. En þessi misstök komu berlega í ljós þegar Geysir Green Energy kaupir í Hitaveitu Suðurnesja. Þar voru á ferð algjörlega dómgreindarlaus vinnubrögð og þau voru unninn undir sama verklagi og í REI málinu. Því miður voru nýju borgarfulltrúar sjálfstæðismanna ekki á varðbergi í því máli,  enda nýkomnir í valdastóla og Vilhjálmur, hinn margreyndi pólitíkus fór sínu fram líkt og hann ætlaði sér að gera í þessu máli REI.  Líklegast verður komið frost í jörðu næstkomandi sunnudag,  þegar Villi tekur skóflustunguna að nýju 120 íbúa blokkunum fyrir eldri borgara. Hann fær þá bara lánaða Heiðmerkur gröfu frá vini sínum úr Kópavogi, Hr.Gunnar Birgis, en þar er maður að verki sem lætur verkin tala.  Vonum að skóflustungan lukkist, og Gunnar þurfi ekki að rétta hjálparhönd   

Sjá grein um  sölu Landsvirkjunnar  hér á eftir ; http://thorsteinni.blog.is/blog/thorsteinni/entry/331088/

Þegar Villi gaf hlut Reykvíkinga í Landsvirkjun

Á sínum tíma þegar Vilhjálmur seldi/ gaf Landsvirkjun hlut Reykvíkinga í Landsvirkjun þá birti ég eftirfarandi pistil á bloggsíðunni.  Fréttablaðið birti greinina  svo til óbreytta undir sínu nafni en það vakti þá bara meiri athygli á málinu.  Framganga Vilhjálms borgarstjóra í þessu máli og fleirrum vekja mann til spurninga um hvort hann sé hæfur til starfans. ???  Í stjórnartíð R- listans í Reykjavík ásældist ríkið með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi eignarhlut Reykjavíkur í Landsvirkjun. Væntanlega með það að markmiði að eindavinavæða fyrirtækið þegar tíminn væri réttur.  Slitnaði uppúr þeim viðræðum þar sem R-listameirihlutanum fannst verðmat á eignarhluta sínum langt undir sannvirði. Minnihluti sjálfstæðisflokksmanna í borgarstjórn með Guðlaug Þór í fararbroddi mótmælti því ákaft að ekki skyldi gengið til samninga um söluna á grundvelli verðmats ríkisins á Landsvirkjun Eitt fyrsta verk nýs meirihluta sjálfstæðisflokksmanna í Reykjavík var að ganga frá sölu á eignarhlutanum samkvæmt mati ríkisins.  Verðið 27 milljarðar fyrir 45 % hlut Landsvirkjun.Geysir Green Energy kaupir í gær 15,23 % hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja á 7,4 milljarða.  Sem þýðir að verðmæti  Hitaveitu Suðurnesja er 48,6 milljarðar. Eigið fé H.Suðurnesja þann 31.12.2005 var 13,77 miljarður, væntanlega mun meira í árslok 2006 en þær tölur liggja ekki fyrir. Eigið fé Landvirkjunar í lok árs 2005 58 milljarðar, en í lok árs 2006 61,1 milljarður. I rauninni selt fyrir eigið fé Landsvirkjunar.  EBITDA Landsvirkjunar fyrir árið 2006 er 14,9 milljarðar. Ríkið greiðir upp kaupverðið á ca. 6 árum.Uppsett afl Landsvirkjunar að meðtalinni Kárahnjúkavirkjun er 4 sinnum meira en Hitaveita Suðurnesja. Þannig má segja með einfaldri þumalputtareglu að verðmæti Landsvirkjunar gæti verið um 200 milljarðar, en ekki 59 milljarðar eins og matið var hjá Reykjavíkurborg. Það er alveg kristaltært að hlutur Reykvíkinga í Landsvirkjun var seldur langt undir raunverði, svo langt að það jaðrar við að vera glæpsamlegt.  Ekki verður í fljótu bragði séð hvaða hvatir liggja að baki afleik þessum, en helst hallast maður að því að afhenda eigi fyrirtækið vel völdum aðilum fyrir lítið fé.Ætli það tengist eitthvað að Páll Magnússon nýr stjórnarformaður Landsvirkjunar er bróðir Árna Magnússonar hjá Glitni , sem er stór hluthafi í Geysir Green Energy.  Er smokkfiskurinn enn og aftur að?


Rafmagn framleitt með sjó.

waves2 Vatnið á Íslandi er eitt af því sem ég sakna mest þegar ég hef dvalist meira en  viku erlendis. Það er ekki einungis að maður þurfi að greiða fyrir vatnið erlendis, heldur jafnast ekkert á við það að drekka ískalt vatnið, beint úr íslenska krananum. 

Eins og ég hef áður bent á, þá verða vatnsréttindi sífellt verðmætari. Nú bendir ný og stórkostleg tækni, einnig til þess að land sem hefur aðgang að sjó, muni einnig verða verðmætara og þess mun ekki langt að bíða. 

Þessi tækni, ný eða gömul, er framleiðsla rafmagns með sjávarföllum (öldum). Í dag notar plánetan okkar 14.000 þús Twh af rafmagni, en talið er að virkanlegt afl í sjávarföllum sé 80.000 Twh. Tæknin sem er notuð, er ekki ósvipuð þeirri sem notuð er í vindmyllum, sem framleiða rafmagn, þ.s það eru notaðar svipaðar túrbínur. Ólíkt vindinum eru sjávarföllin mjög áreiðanleg til rafmagnsframleiðslu og engin sjónmengun er til staðar. Eins og staðan er í dag er þetta dýr framleiðsla en það mun breytast á skemmri tíma en við höldum. 

Bandaríkjastjórn hefur nýverið, sett ný lög sem heita  “Marine and Hydrokinetic Renewable Energy Promotion Act” sem leyfa fyrirtækjum að draga frá skatti fjárfestingar í sjávarfalla-iðnaðinum. Einnig hefur þingið veitt 50 miljónum dala árlega í rannsóknarstyrk. Í síðustu viku, byrjaði tilraunaverkefni með sjávarfalla rafmagnsframleiðslu í Cornwall á Englandi. Þetta verkefni mun sjá um 7500 heimilum fyrir rafmagni.  

 Eins og allir Íslendingar vita, þá búum við á eyju, umkringd Atlandshafinu. Þetta skapar okkur gífurlega möguleika í framtíðinni og er þó nóg af þeim fyrir.   


Framsóknarblús slær feilnótu í D og S moll.

Umfjöllun Kastljós um hinn umdeilda ríkisborgararétt hélt áfram í kvöld. Þar hafði Kastljós undir höndum umsókn stúlkunnar sem er eins og alþjóð veit, unnusta sonar Jónínu Bjartmarz framsóknaráðherra. 

Í umsókninni til Alsherjarnefndar eru tilgreindar ástæður stúlkurnar, sem eru anzi léttvægar, miðað við aðra umsækjendur. Stúlkan  nefndi í umsókninni að hún hygðist stefna í háskólanám til Bretlands og síðan vinna sumarvinnu á Íslandi. Ef hún fengi ekki ríkisborgarrétt þá ylli það ýmsum erfiðleikum hjá henni við sumarvinnuna. 

Í Kastljósi kom einnig fram, að erfiðara er að fá tímabundið dvalarleyfi hjá útlendingastofnun heldur en ríkisborgararétt hjá alsherjarnefnd. Þingmaðurinn, Bjarni Benediktsson, hefur sagt undanfarið í fjölmiðlum, að hann ræði ekki um mál einstakra umsækjenda. Nú er svo komið, í ljósi umfjöllunar Kastljós, að Bjarni, Guðjón og Guðrún geri sér grein fyrir alvarleika málsins og haldi blaðamannafund og horfi þannig í augu almennings og útskýri málið. Þetta er þess mun mikilvægara fyrir Bjarna og Guðjón, ætli þeir sér eitthvað í stjórnmálum í framtíðinni.  

Í umsókn stúlkunnar var tilgreint nafn sonar Jónínu ásamt heimilisfangi umhverfisráðherra.. Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins fullyrti í fréttum Rúv fyrr í kvöld, að Bjarni Ben, hefði munað allar aðrar umsóknir sem Sigurjón spurði hann út í. Því þetta skyndilega minnisleysi hjá Bjarna, ef rétt er með farið hjá Sigurjóni !  Þess má geta að Sigurjón, sem er fulltrúi Alsherjarnefndar, hefur óskað eftir vinnugögnum varðandi þetta tiltekna mál, en fyrr í kvöld hafði forseti alþingis, Frú Sólveig Pétursdóttir ekki fengið neina slíka fyrirspurn frá Sigurjóni.  

Nú þurfa Alsherjarnefndarmenn að halda blaðamannafund og það fyrr en seinna. Það er ekki hægt að bregða fyrir sig minnisleysi og fresta málunum.  Alþingismenn  verða að njóta traust sinna kjósenda. Eins og staðan er í dag, þá er það traust byggt á veikum grunni.


Skortur á vatni.

food-aid Í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er skrifuð mjög fróðleg ritstjórnargrein sem ber nafnið “skortur á vatni”. Svo háttar til, að víðast hvar, gengur mun hraðar á vatnsforðabúr heimsins en þau endurnýja sig. Þar sem vatni er dælt upp úr jörðinni, þarf sífellt að bora dýpra og dýpra eftir því. Sem dæmi, þá er gengið mjög hratt á vatnsforðabúr Sahara-eyðumerkurinnar. Sama á við um mörg fylki Bandaríkjanna.  Því miður gera margir sér ekki grein fyrir því að vatn er takmörkuð auðlind líkt og olía. 

Eins og staðan er í dag, þá er heildareftirspurn eftir vatni á jarðarkringlunni um 17% meiri en framboðið. Árið 2025 er talið að íbúar jarðarinnar verði um 9.miljarðar og samkvæmt tölum frá alþjóðabankanum þá tvöfaldast vatnseftirspurn í heiminum á 21 ára tímabili. Þetta er í raun einföld hagfræði, þ.s “ fleira fólk = eftirspurn eykst = minna framboð”.   

Það er því engin firra að tímaritið Fortune kallar vatnið sem auðlind, olíu 21.aldar. Við Íslendingar eigum e.t.v erfitt með að gera okkur grein fyrir þessum auðæfum, sem land okkar býður uppá. Enda rennur drykkjar-vatnið ómengað, beint í hendurnar á okkur og nánast án greiðslu ef miðað er við mörg önnur ríki. Þetta er ágætt að hafa í huga, þegar næsta vatnsglas er drukkið.


Bæjarstjóri Reykjanesbæjar selur flugvöllinn á e-bay.

Ef einhver vill kaupa, þá er hægt að selja nánast alla hluti. Núna er nafnsjaldið hans Árna til sölu á e-bay. Síðan er spurning, hvenær notuð munnþurrka Ólafs Ragnars eða varalitur Dorritar verður boðinn upp.  Kjarni málsins er, að svona hlutir gerast þar sem frjálst markaðskerfi er fyrir hendi. Ef enginn hefur áhuga á að kaupa, þá er enginn markaður. Einfalt og sígilt.


mbl.is Landsfundarnafnspjald Árna Sigfússonar til sölu á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Stúdentaráð H.Í með óráði ?

Stúdentaráð Háskóla Íslands, telur ólíðandi að einkareknu skólarnir fái sama     framlag  frá  ríkinu og  opinberu  háskólarnir, þar sem  þeir einkareknu innheimti   skólagjöld. Stúdentaráðið segir að stór  hluti  stúdenta taki lán fyrir skólagjöldum á svo   hagstæðum vöxtum að ríkið fái aðeins  um  helming  fjármuna til  baka.  Því   fjármagni  ríkið stóran  hluta skólagjaldanna og þetta verður til þess að einkareknu    skólarnir  fái meira fé  frá ríkinu en aðrir. 

Þessi staða  skekkir  samkeppnishæfni skólanna og leggur  Stúdentaráð H.Í  til  að staðan   verði  leiðrétt  með  því að  hækka  ríkisframlag  til  opinberu skólanna um það sem  nemur  skólagjöldunum í  einkareknu  skólunum.   

Ég var  hreint og  beint orðlaus  þegar  ég las þessa frétt.  Nú er  það  svo að    námslán eru að fullu verðtryggð og bera  að auki 3% vexti. Þannig að þessi lán gera námsmenn ekki ríka. Einnig efast ég stórlega um  stærðfræðihæfileika   stúdentaráðs H.Í, varðandi þá fullyrðingu að ríkið fái aðeins helming til baka. 

Eiga námsmenn  sem  fara  erlendis í nám ekki  rétt á stórum  peninga styrkjum    frá  ríkinu,   þar sem  þessir námsmenn spara ríkinu  gífurlegt  fé,  þ.s annars  hefði verið  nauðsynlegt  að byggja  fleiri skóla sem  kallar á  mjög hækkandi rekstrarkostnað fyrir  menntakerfið, mun fleiri kennara, o.s.f.  

Nú er spurning hvort  einkareknu skólarnir verði  sér út um  happaþrennur og spilakassaleyfi !!  


Samfylkingarblús slær feilnótu á jafnaðarmannaþingi.

Er þetta ekki slakasti formaður sem jafnaðarmenn hafa átt á Íslandi !  Það er ótrúlegt að hlusta á yfirlýsingar gamla kvennalistaforingjanns. Ég hefði sjálfur roðnað undan þessum orðum hennar á þinginu, þar sem hún segir að það sé mikill karakter og taktur í flokknum þrátt fyrir mótbyr. Afleiðingarnar eru að hennar sögn " fullmótaður flokkur jafnaðarmanna".

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnaðarmanna-foringinn slær stórar feilnótur í pólitíkinni. Líklegast er það þess vegna, sem hinn "fullmótaði flokkur" jafnaðarmanna, hefur tapað miklu fylgi undanfarið hjá íbúum þessa lands.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðæfi Íslands - H2O

budsilja_falls_usu_arimanyb Íslendingar eru þessi misserin að gera sér grein fyrir því að geysileg verðmæti eru fólgin í vatninu, bæði ofanjarðar og neðanjarðar. Íbúum jarðarinnar fer sífellt fjölgandi sem skapar sífellt og stöðuga eftirspurn eftir vatni.  Nýverið keyptu fjárfestar, vatnréttindi í Ölfusi og hyggja þeir á útflutning á vatninu. Sömu sögu er að segja af samskonar fjárfestum á Snæfellsnesi. 

Nú á dögum gróðurhúsaáhrifa er skortur á vatni farin að hamla framförum og vexti heilla þjóða sem áður höfðu það nokkuð gott. Sem dæmi, þá þurfa Egyptar að flytja inn helming af sínum matvælum,þ.s skortur er á vatni til matvælaframleiðslu.  Þurrkar hafa mikil áhrif og þeir eiga eftir að aukast vegna gróðurhúsaáhrifa.

Þurrkar hafa valdið miklum vatnsskorti undanfarið í Ástralíu, Bandaríkjunum, Kína og Indlandi. Einungis í Evrópu er kostnaður samfélagsins vegna þessa talinn í hundruðum miljarða. 

Stundum þurfum við Íslendingar að klípa okkur í handleggin til þess að átta okkar á því hvað við höfum það gott. Margir fjárfestar fullyrða að vatnið verði olía 21.aldar. Við þurfum ekki nema að hugsa um 20 ár fram í tímann og reikna þá fólksfjölgun sem verðu í heiminum öllum til þess að komast að þessari niðurstöðu. 

Eftir um 50 ár, þá verður Ísland búið að stofna her og öryggissveitir, og komið í mun nánara hernaðarbandalag við aðra þjóð. Slík verður eftirspurn eftir vatninu góða. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband