15.2.2007
Frelsi og Lýðræði
Kúgunin í Hvíta-Rússlandi virðist ætla að halda áfram og versna. Hvað gerist næst ? Verður beitt harðsvíruðu hernaðarvaldi á almenning landsins ! Hvað gerist ef einstaklingur sækir vefsíðu sem er ekki þóknanleg kúgunar-yfirstéttinni og "valdshöfum" - 5 ára fangelsi með hafragraut í öll mál. Vona að það sé engin íslendingur í útrás, staðsettur þar í augnablikinu. Þá gæti komið til aukavinna hjá utanríkisþjónustunni að ná mannskapnum út úr fangelsi fyrir að "brjóta lögin"
Annars sýnir þetta ástand í landinu og það árið 2007 að við skulum aldrei taka frelsi og lýðræði sem sjálfgefnu. Ég held að þessi frétt ætti að leiða til umhugsunnar fyrir hvern og einn hvað frelsi, lýðræði og mannréttindi eru dýrmæt.
Eftirlit með netnotkun í Hvíta-Rússlandi hert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.