Framsóknarblús

Eygló Harðar, Vestmannaeyjamær skrifar í bloggi sínu um helgina, pistil til varnar Frú Valgerði. Titill pistilsins er “Froðufellandi framkvæmdarstjóri ÞSSÍ” en þar vísar hún í samtal sem fréttamaður útvarpsins átti við Sighvat framkvæmdarstjóra ÞSSÍ og Sendi-herra.

 

Því verður ekki neitað að Sighvati var ansi mikið niðri fyrir en lái honum hver sem vill, Sighvatur var að fá fréttir um að stofnunin sem hann ber ábyrgð á, ætti að leggja niður og fella inn í utanríkisráðuneytið sem undirdeild.  Vekur þessi tímasetning furðu af hálfu ráðuneytisins að birta þessar upplýsingar opinberlega,  þegar forstöðumaðurinn er staddur í miðjum frumskógi Afríku og varla í símasambandi eins og heyra mátti af skruðningum sem voru á línunni í áðurnefndu viðtali.

 

Hitt er svo annað mál og lýsir jafnframt fyrri verkum hjá Frúnni að þessi stefnumótunarvinna er mjög ómarkviss. Það er verið að eyða peningum skattborgarana í vinnu sem er nánast marklaus. Það kom fram hjá Frúnni í blaðaviðtali að það var aldrei stefnan að semja um málið frumvarp, enda einungis ein vika eftir af þingi.

 

Nú er það svo að Framsóknarflokkurinn mun enda með 7-10 % fylgi í næstkomandi kosningum, þrátt fyrir mikla baráttu að koma sér ofar (tilvonandi kosningaloforð). Því miður er brautin þyrnum stráð, brostin og brotin kosningaloforð fyrri ára, valda og hagsmunapot sem kjósendur munu ekki fyrirgefa “FLOKKNUM”.  Það kemur því í hlut nýrra valdhafa að fara með lyklavöldin í utanríkisráðuneytinu og með nýjum manni koma nýir vindar og að öllum líkindum verður öll þessi vinna til einskis.

 

Hversu oft höfum við kjósendur ekki séð þetta leikrit áður ?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband