28.3.2007
Alltaf í boltanum
Er á leiðinni á pöbb með félögunum. Ætla að horfa á landsleikinn í fótbolta sem verður spilaður á Mallorka en þar er víst núna rok og rigning og 11 stiga hiti. Langar alltaf að kíkja til þessarar fallegu eyju og skoða Dómkirkjuna sem Tyrkja-Gudda bar augum á sextándu öld. Kannski við getum nýtt okkar þetta "slæma veður" enda erum við víkingarnir ekki óvanir vindi og rigningu. Passa bara að leika undan vindi í fyrri hálfleik.
Annars líst mér vel á liðskipan. Ég held að við getum ekki sett upp betra lið eins og staðan er í dag.
Vonandi eigum við eins og tvo færi, það gerir þetta skemmtilegra til áhorfs.
Áfram Ísland.
PS ! Meira seinna í kvöld eftir leikinn. ( Spái 0-0 )
Eyjólfur búinn að tilkynna byrjunarliðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru menn ekki ánægðir með 1-0? Eiður bara búin að gera allt vitlaust. Eða eru það kannski frekar Gaupi og Hörður sem er að trylla landann. Það er gaman að standa á hliðarlínunni og fylgjast með þessari pólitík. Finnst þetta bara fyndið því engar tilfinningar eru í spilinu, þ.e. hef engan áhuga á fótbolta.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.3.2007 kl. 09:09
Þetta hafa margar konur sagt og jafnvel karlar líka en þetta breytist allt þegar þú ferð á alvöruleik og upplifir stemminguna og menninguna.
Birgir Guðjónsson, 29.3.2007 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.