Rússland og Pútin

Ég hef að undanförnu verið að velta fyrir mér stjórnarfari og stjórnarháttum í Rússlandi. Svo virðist sem Pútin fyrrverandi leyniþjónustumaður KGB og júdóafreksmaður haldi mjög fast um stjórnartaumana í þessu stórveldi. Það er greinilega mikil ólga í landinu sem kraumar neðanjarðar og ástæðan er eflaust barátta um auð og völd.

Undanfarin misseri hafa borist fréttir um að háttsettir einstaklingar í fjármálakerfi Rússlands hafa verið vegnir úr launsátri svo ekki sé minnst á morð tveggja einstaklinga sem gagnrýnt höfðu stjórnkerfið í Rússlandi þ.s á þekktri blaðakonu og einnig fyrrum KBG leyniþjónustumanni sem flúði til vesturlanda. Einnig má nefna að breskur stjórnarformaður umsvifamesta vogunarsjóðs Rússlands var meinað um vegabréfsáritun til landsins. Eflaust hafa margir fylgst með máli Mikhail Khodorkovsky sem var sendur í fangelsi til Síberíu eftir sýndarréttarhöld þ.s Pútín réð ferðinni. Fyrirtæki Khodorkovsky, Yukos Oil var gert gjaldþrota og allar eignir þess voru færðar undir ríkisfyrirtækið Rosneft. Af M.K er það að frétta að hann varð fyrir hnífstunguárás í fangelsisvistinni og kæmi mér ekki á óvart að eftir nokkur misseri þegar heimurinn hefur gleymt honum, muni hann láta lífið á einhvern undarlegan hátt !!

Það nýjasta hjá Pútín er aðför að olífyrirtækinu Royal Dutch Shell. Shell gerði samning við ríkistjórn Boris Yeltsins um 1990 um gasréttindi á Sakhalin eyju sem er á austurströnd Rússlands. Shell hefur lagt til hundruða miljarða ísk.kr til verkefnisins og áætlar að leggja til um 700 miljarða á næstu árum. Samkvæmt samningi við Yeltsin áttu þeir að fá í sinn hlut 55 % af hagnaði.

það gerðist hinsvegar nýlega að Pútin sigaði umhverfistofnun Rússlands (Rosprirodnadzor) á Shell og hótaði stofnunin því að öll borunarréttindi verði tekin af þeim á þeim grundvelli að Shell hefði ekki staðið við umhverfisstaðla !  Þarna var fyrirtækinu stillt upp við vegg og Shell er búið að senda tilboð til ríkistjórnar Pútíns um að þeir sætti sig við 25 % sem er auðvitað langt frá upphaflegum samning. Hver mun fá 30 % sem Shell ætlar að gefa eftir, það mun vera ríkis-olíufyrirtækið Gazprom.

AÐ lokum má geta þess að yfirstjórnendur Gazprom og Rosneft starfa undir verndarvæng Pútíns enda eru þessi fyrirtæki í eigu ríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband