Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Verðbréf í U.S.A

Fyrir þá sem eru að taka stöður í verðbréfum í U.S.A þá vill ég benda á að hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað stöðugt síðan í september. Það er þriðja lengsta hækkunar tímabil í sögu markaðarins þar vestra. Hin tímabilin voru á öðrum og níunda áratug síðustu aldar og við vitum hvað gerðist í kjölfarið. Ég spái um 10 % “sjokki” innan tíðar.   (Þetta hljómar eins og nýja framboðið hjá Margréti Sverris sem átti víst að koma innan tíðar).

 

Það sem fer upp, kemur aftur niður. Vandamálið er að það fer mun hraðar niður en upp og að öllum líkindum á einum degi.

       

   


Frelsi og Lýðræði

Kúgunin í Hvíta-Rússlandi virðist ætla að halda áfram og versna. Hvað gerist næst ?  Verður beitt harðsvíruðu hernaðarvaldi á almenning landsins !  Hvað gerist ef einstaklingur sækir vefsíðu sem er ekki þóknanleg kúgunar-yfirstéttinni og "valdshöfum" - 5 ára fangelsi með hafragraut í öll mál.  Vona að það sé engin íslendingur í útrás, staðsettur þar í augnablikinu.  Þá gæti komið til aukavinna hjá utanríkisþjónustunni að ná mannskapnum út úr fangelsi fyrir að "brjóta lögin"

Annars sýnir þetta ástand í landinu og það árið 2007 að við skulum aldrei taka frelsi og lýðræði sem sjálfgefnu. Ég held að þessi frétt ætti að leiða til umhugsunnar fyrir hvern og einn hvað frelsi, lýðræði og mannréttindi eru dýrmæt.


mbl.is Eftirlit með netnotkun í Hvíta-Rússlandi hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maó formaður

Las um helgina nokkur fréttabréf um fjárfestingar sem ég er áskrifandi af. Í einu þeirra var verið að ræða um kínverska hlutabréfamarkaðinn. Sérstaklega var verið að mæla með kaupum á ákveðnu kínversku fyrirtæki sem sérhæfir sig í dreifingu auglýsinga. Nýlega var þetta fyrirtæki skráð á N.Y.S.E. Berum saman U.S.A og Kína. Í dag er verið að setja LCD skjái í alla leigubíla í N.Y og CBS sjónvarpstöðin í San Fransisco lætur stimpla logóið sitt á egg sem seld eru neytendum.  Í Kína var ekki til auglýsendamarkaður fyrir 15 árum. Eina sem sást á veggjum í fyrirtækjum og opinberlega var mynd af Maó formanni. Sumir stálust þau til að eiga litla mynd af Mikka Jordan og sú mynd var verðmetin sem jafngildi dagslauna verkamanns. Ekki lengur. Fyrir nokkrum árum þá var ungur kínverskur maður á leiðinni upp í lyftu í stórhýsi og fékk hann skyndilega þá hugmynd að það væri mjög góð hugmynd að setja upp videó skjái í lyftum. Hann lét þessa hugmynd verða að veruleika og í dag eru 75.000 skjáir í gangi sem auglýsa vestrænan lúxus varning til hinnar ört vaxandi kínversku miðstéttar og fyrirtækið er verðmetið á 50 miljarðar.ísk.kr. En þess má geta að mánaðarlaun verkamanns eru 6-8 þús.ísk.kr. Þetta er víst nýsköpunin í Kína og það er rétt nýbúið að sá fræinu. Það eru fleiri atvinnugeirar að gera virkilega vel. Innlendur ferðamannaiðnaður blómstrar og sumar hótelkeðjurnar raka saman peningum þar sem bókunarhlutfall er ekki undir 95 prósentum. Tryggingarfyrirtæki eiga góða tíma í vændum enda er ekki nema 3 prósent þjóðarinnar með einhverjar tryggingar fyrir áföllum á við líf og sjúkdóma, slysa eða skaða á húsnæði. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband