Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

UFO á Íslandi ?

rooftopChase

Ég hef lengi haft áhuga á “fljúgandi furðuhlutum” eða það sem er kallað UFO á ensku. Líklegast má rekja þennan áhuga til sterkrar eðlislægrar forvitni en þó einkum helst til þess, að í menntaskóla lærði ég stjörnufræði undir öruggri leiðsögn, ekki verri manns en Ara Trausta Guðmundssonar. Í námsgreininni var m.a nauðsynlegt að læra utan bókar, öll helstu stjörnumerki himinhvolfsins og bý ég enn að þeim fróðleik í dag. Ég verð að viðurkenna að síðan þá, hef ég oft og margsinnis notað tækifærið þegar ég kemst út úr upplýstri höfuðborginni, til þess að liggja á jörðinni og njóta stjarnanna og himinhvolfsins í allri sinni dýrð.  

Einn af bekkjarfélögum mínum átti einnig stóran þátt í því að vekja upp forvitni mína á fljúgandi furðuhlutum.. Þessi félagi minn fór m.a. til London á UFO þing, þar sem hópur manna víðsvegar úr veröldinni hittust til þess að ræða þessi mál. Man ég ennþá hversu undrandi og forviða ég varð þegar hann tjáði mér að Pólverji hefði staðið upp á sviði og sýnt búning eða klæði  sem hann hafði fundið og áttu þau að vera af geimveru. Þessi klæði var ekki hægt að rífa í sundur né brenna. Í dag er þessi félagi minn doktor í geðlækningum við bandarískt geðsjúkrahús.  

 

Um síðustu helgi, opnaði franska geimvísindastofnunin gagnaskrár sínar um UFO fyrir almenningi, þ.s þær upplýsingar sem höfðu verið skrásettar í Frakklandi, voru settar á netið.  Af þeim gífurlega fjölda atvika sem var til í gagnagrunninum, þá hefur aðeins fundist skýring á 11 % tilvika, annað er algjörlega óútskýrt.

Til er fólk á Íslandi sem telur sig hafa orðið vart við geimveru og jafnvel verið tekið upp í geimskip og skilað aftur til jarðar. Það sem háir þessum umræðum talsvert mikið, er ótti fólks til að koma fram í fjölmiðla og skýra frá reynslu sinni. Þú lesandi góður, gætir sett þig í þessi spor sjálfur ef þú gætir ímyndað þér svipinn á þínum nánustu þegar þú tjáir þeim, að þú hafir séð geimskip eða talað við geimveru í síðustu viku.

 

Núna er mín spurning sú ?  Er “John Fife Symington 3”, e.t.v ekki heill á geði. Þessi fyrrum ríkistjóri Arisona fylkis, fullyrti í síðustu viku að hann ásamt félaga sínum hefðu séð risa-geimskip fyrir ofan borgina Phoenix, árið 1997. Taka skal fram að Symington hefur atvinnuflugmannspróf, þannig að hann á að hafa þekkingu til þess að greina hluti í himinhvolfinu og að auki voru hundruðir annarara vitna. Einnig kom fram hjá Symington að hann vildi ekki nefna þetta fyrr í fjölmiðlum.  Og skildi engan undra þar sem kjósendur hefðu tekið hann af lífi.

 

Svona er lífið margflókið.  Sjá umfjöllun CNN um málið hér.


Úrslitin á Mallorku.

Jæja, Ekki tókst knattspyrnulandsliðinu að leggja Spánverjana. En hvað segir maður ekki í boltanum "kemur næst".  Í heilt yfir litið þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkar mönnum. Vallarskilyrði voru vægast sagt döpur í fyrri hálfleik þ.s rigning eða réttara sagt úrhelli var á Mallorku. Þetta varð til þess að boltinn stoppaði í pollum og leikmenn voru betur settir að vera í sundskýlu en stuttbuxum. Við áttum 3 stykki hálf-færi og Spánverjar eitthvað svipað. Seinni hálfleikur var einstefna af hálfu Spánverjana og þrátt fyrir það hefðum við getað haldið jöfnu en hægri bakvörður okkar liðs var bara ekki hægra meginn þegar Innesta hinn Katalónski fann netmöskvana. Semsagt enn ein varnarmistök af okkar hálfu.

Í stuttu máli þá verður þessa leiks minnst fyrir frábæra markvörslu Árna Gauts, alhvíta búningsins sem landsliðið lék í ( Ledds búningurinn flottur ), mikillar rigningar og vatnselgs og að síðustu, lélegrar frammistöðu Eiðs Smára sem var bara ekki með í leiknum.


Alltaf í boltanum

Er á leiðinni á pöbb með félögunum. Ætla að horfa á landsleikinn í fótbolta sem verður spilaður á Mallorka en þar er víst núna rok og rigning og 11 stiga hiti. Langar alltaf að kíkja til þessarar fallegu eyju og skoða Dómkirkjuna sem Tyrkja-Gudda bar augum á sextándu öld. Kannski við getum nýtt okkar þetta "slæma veður" enda erum við víkingarnir ekki óvanir vindi og rigningu. Passa bara að leika undan vindi í fyrri hálfleik.

Annars líst mér vel á liðskipan. Ég held að við getum ekki sett upp betra lið eins og staðan er í dag.

Vonandi eigum við eins og tvo færi, það gerir þetta skemmtilegra til áhorfs.

Áfram Ísland.

PS !  Meira seinna í kvöld eftir leikinn. ( Spái 0-0 )


mbl.is Eyjólfur búinn að tilkynna byrjunarliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tollar - ekki lengur í tísku.

Því miður eru enn í dag til á Íslandi þau afturhalds sjónarmið að setja á  viðskipta-tolla varðandi ákveðnar vörur og vöruflokka. Ákveðið hugarfar og einnig forsjárhyggja býr oft að baki þessum ákvörðunum. Sumir vilja auka skattstofn ríkisins, aðrir vilja vernda innlenda framleiðslu og enn aðrir vilja tolla vörur sem aðgerð í þróunaraðstoð.

 

Líklegast fer fylgismönnum verndartolla sífellt fækkandi, ekki einungis á Íslandi, heldur einnig í heiminum öllum. Þar hefur Alþjóða Viðskiptastofnunin  ( WTO) haft talsverð áhrif til góðs. En þó má alltaf gera betur.

 

Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins í dag eftirfarandi ;

 “Sú var tíð að að tollskráin mælti fyrir um sérstakan toll á skóflur en þó ekki flórsköfur. Á sama hátt voru skýr ákvæði um toll á nagla en þó ekki hóffjaðrir. Þetta þótti sjálfsagt og eðlilegt. Tollskráin var reyndar fleytifull af mismunandi gildismati sambærilegra hluta. Skattalögin voru sama marki brennd.

Það er ekki aðeins að þessi tími sé liðinn. Hugmyndafræðin sem réði þessu gildismati í skattalögum og tollskrám reyndist ekki góð og gild vara í búð reynslunnar. Hún ræður ekki lengur ríkjum. Eigi að síður finnast leifar hennar hér og þar”.
 

Í framhaldi af ofangreindu langar mig til að nefna hvernig ESB hugsar varðandi innflutning á bönunum .  Í janúar 2006, hækkaði ESB tollagjöld á bönunum úr  75 Evrum í 176 evrur p/tonn, sem leiðir til þess að innflytjendur/seljendur ( Chiquita, Dole, DEl Monte) verða að greiða sambandinu 18-22 miljarða króna í aukna  tolla. Þessir “verndartollar” hafa mikil áhrif á atvinnulíf í mörgum fátækum löndum S-Ameríku þar sem bananarækt er megin atvinnuvegur.

 

Ástæða þess að ESB fór í þessar aðgerðir var sú að sambandið var að hygla og vernda bananaræktendum á Spáni og nokkrum eyjum á Karabíska hafinu, sem eru í ríkjasambandi við Breta. Innflytjendur hafa kært þessa ákvörðun ESB til WHO og verður fróðlegt að sjá niðurstöðuna úr þessu máli.


Gull-Dómarinn á Austurlandi

Legg til að héraðsdómarinn á Austurlandi skammist sín og verði sendur í endurhæfingu. Aldrei fær fólk að vera í friði fyrir yfirvöldum og það á Skeiðarársandi.

 


mbl.is Gullskipsslóði á Skeiðarársandi taldist vegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn með 15,0 % fylgi. Kom erlendis frá.

Lausnin er fundin varðandi fylgistap Framsóknarflokksins í skoðannakönnunum.

ÞAÐ GLEYMDIST AÐ HRINGJA TIL KANARÍ.  

Sjá frétt af Vísir hér á eftir;

"Framsóknarmenn eru hlutfallslega miklu fleiri á Kanaríeyjum en á Íslandi. Þeir fylgjast vel með og lýst ekki á blikuna sé horft til skoðanakannana. "Hér er mikið fjör í pólitíkinni alla vega meira fjör á framsóknarfundum hér en heima," segir Sturla sem er í stöðugu sambandi við forystu flokksins - sem nú horfir suður á bóginn og veltir fyrir sér þessari óvæntu vakningu á sólarströndinni".

Síðan er stór spurning hvort að eigi að senda kjörkassana frá Las Palmas niður á ensku ströndina. "Áfengi og stjórnmál" eiga ekki samleið enda eru fundirnir haldnir á Klörubar.

"Ég vil taka það fram, að það er vegna pólitískra hitamála og menn missa sig stundum í að nota óviðeigandi orðalag. Að sjálfsögðu er hér mikið af eldra fólki og öryrkjum, sem hafa mikilla hagsmuna að gæta. Okkur hér finnst fyrir neðan allar hellur að geta ekki kosið hér í maíkosningunum nema að fara í dagsferð til Las Palmas. Bráðnauðsynlegt er að flytja kjörkassa niður á ensku ströndina, þar sem allir Íslendingarnir eru."


1000 dollara andlitið.

Árið 1972, gerðist það í hatrammri kosningabaráttu milli George McGovern og Nixon, að  McGovern, sem var langt á eftir Nixon í fylgi tók upp á því nokkrum vikum fyrir kosningar að lofa hverjum og einum Bandaríkjamanni, 1000 dollurum ef hann næði kjöri og yrði þar með næsti forseti landsins.

 

Það sem gerðist var að almenningur sá í gegnum þetta kosningaloforð enda hræddur við afleiðingarnar, verbólgu og minnkandi kaupmátt.

 

Nú fer í hönd kosningabarátta og það er ljóst að fjöldamörg kosningaloforð verða gefin af stjórnmálaflokkunum til handa almenningi. Öllum þessum loforðum fylgir verðmiði. Verðbólgan í dag er á milli 5-6 %. Mér hrýs hugur við að frá haustmisseri komist verbólgan í 8-9 % og jafnvel í tveggja stafa tölu árið 2008.

 

Meginþorri almennings býr við verðtryggð “annuitetslán”  og það er mjög mikilvægt að halda verðbólgu niðri og þá undir 3 % og viðhalda áframhaldandi kaupmætti. Ef ekki, þá er “veislan” búin.

 

Þegar þú kjósandi góður sérð 1000 dollara andlitið á sjónvarpsskjánum, vinsamlegast vertu á varðbergi eða slökktu á sjónvarpinu áður en áróðurinn heltekur þig.

 

Meira seinna þegar nær dregur.


Svissneski frankinn og framtíðarlandið.

Undanfarið hefur mikið verið rætt opinberlega um að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru. Fordómalaus og opinská umræða er nauðsynleg í þessu tilliti en jafnframt er ljóst að það mun líða mjög langur tími, þangað til að erindrekar Íslands taka sér búsetu í Brussel.  Staðreynd málsins er sú að Ísland uppfyllir ekki nema litin hluta af  grundvallarskilyrðum inngöngu í EB og þar falla undir m.a mikill viðskiptahalli og verðbólga. Það góða við málið er að við getum leiðrétt þetta, ef vilji er fyrir hendi . Það er því freistandi að segja já og amen enda er búið að sýna almenning fram á, að verðlag á matvælum er miklu hærra hjá okkur Íslendingum en í nágrannalöndunum og þetta á einnig við um  húsnæðislánin okkar. 

Nýlega reiknuðu tveir hagfræðingar, Bjarni Már hjá Samtökum Iðnaðarins og Ólafur Darri hjá A.S.Í, hvað íslenska krónan kostar okkur.  Þeir notuðu sem forsendur fyrir sinn útreikning 3 % vaxtamun á milli Íslands og EB en þess má þó geta að bankastjóri L.Í hefur nefnt nýverið að hann sé í kringum 2,20 %. Niðurstöður útreiknings hagfræðingana hljóðar upp á 37 miljarða vaxtaálag sem heimilin landsins þurfa að greiða  og við getum því kallað, vaxtaálag okkar vegna krónunnar. Þetta reiknast um krónur 500.000,-  fyrir venjulega fjölskyldu. Samkvæmt áðurnefndum útreikningum kostaði krónan fyrirtækjum í landinu einnig 35 miljarða á ári. Þetta er því samtals 72 miljarðar á ári sem fyrirtæki og einstaklingar greiða í vaxtaálag samkvæmt þessum forsendum. Einnig er áætlaður kostnaður við gengisvarnir sem nemur 5-28 miljörðum árlega. Líklegast þurfum við að búa við þessi skilyrði í 10 til 20 ár í viðbót þangað til þjóðin gengur í EB. Því miður hrýs mér hugur við skrifræðinu í Brussel og reglugerðunum. 

Það sem væri mesta kjarabótin fyrir lífskjör almennings og rekstur fyrirtækja er önnur mynt en krónan. Það er alltaf horft til Evrunnar og myntbandalags Evrópu í þessu sambandi og þá fylgir EB í pakkanum. Hvers vegna opnum við ekki augun fyrir fleiri möguleikum. Væri ekki raunhæfur möguleiki fyrir Íslendinga að taka upp Svissneskan Franka. Til þess að svo mætti verða, þyrfti að semja við Svisslendinga en af því höfum við talsverða reynslu í gegnum EFTA samstarfið um áratuga skeið. 

Svissneski frankinn er fimmti mikilvægasti gjaldmiðill heimsins á eftir dollara, evrunni, yeni og pundi. Í Sviss búa 7 miljónir manns og verðbólga er 1 % en verðbólgumarkmið svissneska seðlabankans eru 2%. Hagvöxtur er áætlaður 3 % fyrir árið 2007. Um 11 % af þjóðarframleiðslunni kemur frá fjármálageiranum. Hagkerfið er stöðugt og laust við allar öfgar. 

Svisslendingar neituðu aðild að EES samningnum 1992 en margir litu á þann samning sem biðstofu fyrir EB aðild. Þeir neituðu síðan aftur inngöngu í EB 2001. Í dag viðurkenna jafnvel skriffinnarnir í Brussel að það muni líða 10-20 ár í inngöngu Svisslendinga í EB. Fjármálageirinn í Sviss hefur verið mjög áhrifamikill í þessari umræðu og verið á móti aðild, þ.s það mundi að sjálfsögðu þýða endalok frankans. 

Væri ekki raunhæft að skoða þessa hugmynd fyrir alvöru, öllum á Íslandi til hagsbóta. Það er ljóst að krónan er að fara mjög illa með almenning og fyrirtækin í landinu. Það er einungis pólitísku vilji sem þarf og viljinn verður kannski til ef almenningur þrýstir á pólitíkusana. Ég sé allaveganna ekkert nema kosti við þessa hugmynd. Kannski greiði ég 14 franka fyrir bíómiðann eftir 2-3 ár og lækka greiðslubyrðina af húsnæðisláninu um 280 franka á mánuði ásamt því að sjá lánsfjárhæðina lækka. Hvur veit.          


Samlíf hjóna í kulda og trekki.

Í síðustu viku var skemmtileg frétt í Mogganum varðandi samlíf hjóna. Svo virðist málum háttað í henni Ameríku að árið 2015 verði 60% nýrra heimila með tveimur svefnherbergjum, sem þýðir einkaherbergi fyrir húsbóndann á heimilinu þar sem hann getur fengið að hrjóta í friði !  Ég klippti þessa frétt úr blaðinu til þess að sína konunni, en við áttum Kristals-brúðkaup á síðasta ári og í allmörg ár höfum við rökrætt þessi mál, en án niðurstöðu. Mín helstu rök hafa verið þau að Nóbel skáldið hafi haft svona fyrirkomulag í sínu hjónalífi en einhverja hluta vegna hefur ekki verið hlustað á mig. Í greininni kemur fram að bæta má hjónabandið með aðskildum svefni herbergjum þar sem þarfir hjóna eru alloft mjög mismunandi.

 

Einnig er sagt frá því í þessari grein að hjá mörgum er þetta hagvæmnisástæður til þess að fólk fái fullan nætursvefn en margt getur truflað hann líkt og hrotur, klósettferðir ,umönnun ungbarns, næturvinna og svo margt,margt annað.

 

Þannig er málum háttað hjá okkur Kristals-hjónum að við eru eins og heitt og kalt, jing og jang í svefni-herbergismálum. Þetta byrjaði allt með því að fyrir rúmum áratug, var ég staddur í Esjuhlíðum, á köldum sunnudagsmorgni seint í ágúst mánuði að tína krækiber. Það var þennan morgun sem ég varð fyrst var við kuldaofnæmið mitt og ég man það eins og það hefði gerst í gær. Frá þeirri stundu hefur mér verið illa við Kára-Karlinn. En hvað gerist ekki nokkrum vikum seinna. Jú, konan vaknar einn morguninn og lítur út eins og Lína-langsokkur. Nú, þar sem hún var eldri en tví-vetra og þar að auki, búinn að fá rauðu hundana og mislinga, þá var ekkert annað hægt að gera en að hringja á lækni. Sjúkdómsgreiningin var : ofnæmi fyrir hita !

 

Í framhaldi var skipt um svefnstað í herberginu. Konan svaf undir glugganum og ég fjær, sem var draumastaður fyrir mig með kuldaofnæmið. En áður en þetta allt gerist hafði ég þurft að sofa undir opnum glugga, ósjaldan í norðan tíu vindstigum.

  

Í morgun vildi mín Kristals-kona draga mig í Bláfjöllin á gönguskíði. Mér til happs var allt lokað þ.s upplýsingar af símsvaranum gáfu upp 9 stiga frost og 10-15 metra vind á sek. Stundum er lukkan með manni.


Varamaðurinn mættur

Sturla samgöngumálaráðherra mun greinilega ekki taka þátt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann hefur skipt inná varamanni eins og sjá má á heimasíðu Alþingis.

"13.03.2007. Í upphafi fundar 12. mars tók Guðjón Guðmundsson sæti sem varamaður Sturlu Böðvarssonar."

Sturla er semsagt kominn í frí í USA og er væntanlega að stúdera ráðstefnugögnin í sólinni. Líklegast ekki nennt að reka síðasta naglan í fleigið svona rétt fyrir kosningar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband