Færsluflokkur: Bloggar

Stöðutaka

                 STÖÐUTAKA                 

Old pirates, yes they robbed us
Shareholders were out of luck
Then the big banks they bought us
For pennies on the buck
But our balance sheets were made strong
By the hand of the Treasury
We dumped debt onto future generations
With the help of the FDIC...
Won't you help to buy
These obligations?
Cause all we seem to have
Is redemption songs
Redemption songs...
 

Höfundur :  Bob Marley


Svissneski frankinn og Ísland 2008

5frank

Fyrr í kvöld var viðtal við Björgólf Thor í hinum vinsæla Kastljós þætti RUV. Þar talaði hann um þann möguleika að íslendingar tækju upp svissneska frankann sem gjaldmiðil. Um þetta málefni, bloggaði ég fyrr á árinu eða þann 21.mars síðastliðinn.

 

Ég hef ekki heyrt einn einasta stjórnmálamann,fjölmiðil eða einstakling minnast á þennan möguleika fyrr en núna í kvöld.  E.t.v  hefur Björgólfur lesið þennan pistil minn, hvur veit !  Ég hallast þó frekar að því að þessum raunhæfa möguleika hafi skotið upp í kollinn hjá honum nýlega, enda íslenska krónan hreint og beint ónýtur gjaldmiðill sem lýtur stjórn erlendra vogunarsjóða (jöklabréf) en ekki íslenska seðlabankans eða annarra markaðsafla.

 

Hér á meðal okkar eru til miklir Evrópusinnar og þar á meðal eru allmargir alþingismenn sem vilja að við göngum strax til samninga við Evrópusambandið og tökum síðan upp evru sem gjaldmiðil. Þetta er því miður ekki raunhæf lausn og allt hjal um þetta draumórar og tímaeyðsla. Raunhæfasta lausnin fyrir okkar örsmáu þjóð er að semja við Svisslendinga og taka upp svissneska frankann, Það samningaferli ætti ekki að taka langan tíma. Þegar þessi skipan er orðinn að veruleika þá er ég fullviss um að “orðið” "EVRÓPUSINNI" falli niður dautt og verði ekki lengur með skiljanlega merkingu í íslensku máli.

 

Hér birti ég aftur greinina frá 21.03.2007.

 Undanfarið hefur mikið verið rætt opinberlega um að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru. Fordómalaus og opinská umræða er nauðsynleg í þessu tilliti en jafnframt er ljóst að það mun líða mjög langur tími, þangað til að erindrekar Íslands taka sér búsetu í Brussel.  Staðreynd málsins er sú að Ísland uppfyllir ekki nema litin hluta af  grundvallarskilyrðum inngöngu í EB og þar falla undir m.a mikill viðskiptahalli og verðbólga. Það góða við málið er að við getum leiðrétt þetta, ef vilji er fyrir hendi . Það er því freistandi að segja já og amen enda er búið að sýna almenning fram á, að verðlag á matvælum er miklu hærra hjá okkur Íslendingum en í nágrannalöndunum og þetta á einnig við um  húsnæðislánin okkar. 

Nýlega reiknuðu tveir hagfræðingar, Bjarni Már hjá Samtökum Iðnaðarins og Ólafur Darri hjá A.S.Í, hvað íslenska krónan kostar okkur.  Þeir notuðu sem forsendur fyrir sinn útreikning 3 % vaxtamun á milli Íslands og EB en þess má þó geta að bankastjóri L.Í hefur nefnt nýverið að hann sé í kringum 2,20 %. Niðurstöður útreiknings hagfræðingana hljóðar upp á 37 miljarða vaxtaálag sem heimilin landsins þurfa að greiða  og við getum því kallað, vaxtaálag okkar vegna krónunnar. Þetta reiknast um krónur 500.000,-  fyrir venjulega fjölskyldu. Samkvæmt áðurnefndum útreikningum kostaði krónan fyrirtækjum í landinu einnig 35 miljarða á ári. Þetta er því samtals 72 miljarðar á ári sem fyrirtæki og einstaklingar greiða í vaxtaálag samkvæmt þessum forsendum. Einnig er áætlaður kostnaður við gengisvarnir sem nemur 5-28 miljörðum árlega. Líklegast þurfum við að búa við þessi skilyrði í 10 til 20 ár í viðbót þangað til þjóðin gengur í EB. Því miður hrýs mér hugur við skrifræðinu í Brussel og reglugerðunum. 

Það sem væri mesta kjarabótin fyrir lífskjör almennings og rekstur fyrirtækja er önnur mynt en krónan. Það er alltaf horft til Evrunnar og myntbandalags Evrópu í þessu sambandi og þá fylgir EB í pakkanum. Hvers vegna opnum við ekki augun fyrir fleiri möguleikum. Væri ekki raunhæfur möguleiki fyrir Íslendinga að taka upp Svissneskan Franka. Til þess að svo mætti verða, þyrfti að semja við Svisslendinga en af því höfum við talsverða reynslu í gegnum EFTA samstarfið um áratuga skeið. Svissneski frankinn er fimmti mikilvægasti gjaldmiðill heimsins á eftir dollara, evrunni, yeni og pundi. Í Sviss búa 7 miljónir manns og verðbólga er 1 % en verðbólgumarkmið svissneska seðlabankans eru 2%. Hagvöxtur er áætlaður 3 % fyrir árið 2007. Um 11 % af þjóðarframleiðslunni kemur frá fjármálageiranum. Hagkerfið er stöðugt og laust við allar öfgar. Svisslendingar neituðu aðild að EES samningnum 1992 en margir litu á þann samning sem biðstofu fyrir EB aðild. Þeir neituðu síðan aftur inngöngu í EB 2001. Í dag viðurkenna jafnvel skriffinnarnir í Brussel að það muni líða 10-20 ár í inngöngu Svisslendinga í EB. Fjármálageirinn í Sviss hefur verið mjög áhrifamikill í þessari umræðu og verið á móti aðild, þ.s það mundi að sjálfsögðu þýða endalok frankans. Væri ekki raunhæft að skoða þessa hugmynd fyrir alvöru, öllum á Íslandi til hagsbóta. Það er ljóst að krónan er að fara mjög illa með almenning og fyrirtækin í landinu. Það er einungis pólitísku vilji sem þarf og viljinn verður kannski til ef almenningur þrýstir á pólitíkusana. Ég sé allaveganna ekkert nema kosti við þessa hugmynd.

Kannski greiði ég 14 franka fyrir bíómiðann eftir 2-3 ár og lækka greiðslubyrðina af húsnæðisláninu um 280 franka á mánuði ásamt því að sjá lánsfjárhæðina lækka. Hvur veit. "         


Barnapían

Margir kannast við barnapíu vandamálin. Hér er kominn fullkomin lausn á því vandamáli. Það er best að útvista þessari þjónustu. Næst,  þegar mágur minn óskar eftir barnapössun, þá nota ég þessa þjónustu ! http://www.theonion.com/content/video/report_many_u_s_parents 

Voltaren Rapid

Nýlega var ég staddur á Spáni. Það leiðinlegasta við að ferðast eru þessi hræðilega hörðu hóteldýnur sem verða þess valdandi að nætursvefninn verður ekki góður. Þetta rúm-dýnuvandamál virðist  vera sérstaklega slæmt hjá hótelhöldurum á Spáni og í Portúgal. Kannski er hótelstjórum í þessum löndum kennt í þarlendum hótel skólum að nauðsynlegt er að láta dýnuna endast í tvo-þrjá áratugi, eða jafnvel lengur !!  Ég hef aldrei heyrt í ferðamanni hæla rúminu sínu nema hann sé að koma frá Bandaríkjunum.  Hvað um það.  Þetta endaði allt með því að ég fór að finna fyrir verk í baki og þá voru góð ráð dýr eða kannski má segja ódýr. Ég skutlaðist inn í næsta apótek og óskaði eftir að fá að kaupa Voltaren Rapid. Ekkert mál, sagði yndisfagra afgreiðslustúlkan á góðri ensku. Hún lét mig hafa pakka með 40 töflum og ég pungaði út 2 evrum fyrir herlegheitin.

 

Fyrr í kvöld var ég að skoða netsíðu lyfjaafgreiðslunefndar, þar sem öll lyf eru verðmerkt en samkvæmt þessum gögnum,  þá kostar Voltaren Rapid verkjalyfið kr.678,- í heildsölu og verð frá apóteki er kr. 1.472,-  Þetta gera ca.16 evrur og að auki eru bara 30 töflur í pakkanum. Þannig greiddi ég fyrir 1 töflu kr.4,51 á Spáni en kr.49,0 á Íslandi.  Einnig ber að nefna að á Íslandi er þetta verkjalyf, lyfseðilskylt og þjónusta heimilislækna kostar sitt sem mætti þá í raun bæta ofaná 49,- krónu verðið.

 

Það má ljóst vera að verðlag lyfja og reglugerðir þar af lútandi er aðgerð sem þarf að fara í sem fyrst, neytendum til hagsbóta og síðast en ekki síst, til styrkar heilbrigðiskerfinu sem sífellt berst við stighækkandi kostnað, lokanir deilda og verri þjónustu.

 

Rudy Giuliani í viðtali.

Seinnipartinn í dag, var ég að horfa á NBC-Europe sjónvarpsstöðina, þ.s forsetaframbjóðandinn og fyrrverandi borgarstjóri NY borgar, Rudy Giuliani sat fyrir svörum. Það sem mér þótti athyglisverðast í viðtalinu var aðgangsharka þátta-spyrjandans varðandi persónuleg mál Giuliani.  Spyrjandinn var maður um sextugt og hann var greinilega ekki nýbyrjaður í “bransanum”. Spurningarnar voru hnitmiðaðar og þetta voru ekki hin leiðigjörnu íslensku “Seljan” skot.

 

Giuliani svaraði öllum spurningum á öruggan og yfirvegaðan hátt en í viðtalinu viðurkenndi hann ýmis embættis mistök í gegnum tíðina en batnandi manni er best að lifa.

 

Sem dæmi, þá lét hann lögreglumann fylgja vinkonu sinni (eiginkona í dag) hvert fótmál frá árinu 2000. Þetta var gert vegna líflátshótana  og með ráðgjöf lögregluembættis NY borgar. Í þessu tilfelli átti Giuliani að vera að eyða peningum skattborgaranna.

 

Einnig var spurt út í fyrirtækjarekstur borgarstjórans en hann á stórt og umsvifamikið alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki. Giuliani, sagðist ekki koma nálægt daglegum rekstri en auðvitað væri hann eigandi og sem slíkur bæri hann ábyrgð á rekstrinum. Ekki stendur til að breyta því í framtíðinni að hans sögn.

 

Giuliani var að lokum spurður út í afstöðu sína til samkynhneigðar. Hann sagðist vera kaþólikki og í sjálfu sér bæri hann virðingu fyrir samkynhneigðum, það væri hinsvegar gjörningar eða framkvæmdir samkynhneigðra sem hann væri mótfallinn. Væntanlega hefur hann átt við kynferðislegar athafnir !  En þarna talaði greinilega pólitíkus og einstaklingur sem er vanur að vera í sviðsljósinu. . Það verður gaman að fylgjast með hinum litríka persónuleika Giuliani á komandi mánuðum og hvernig honum reiðir af í prófkjörinu.  


"Vote Smart" Lobbýhópar skora

Þann 5.mars síðastliðinn, skrifar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar ágætan pistil um “lobbýhópa” sem eru með öðrum orðum hagsmunasamtök, sem nota margvíslegar aðferðir til að að ná eyrum og athygli þingmanna og mynda þrýsting á þá til þess að þingmenn beiti sér fyrir ákveðnum málefnum.  Hér á eftir kemur pistill hans í heild sinni ;

Lobbýhópar skora

Nú eru einungis rúmir 2 mánuðir eftir af kjörtímabilinu og það hefur ýmislegt drifið á daga mína sem þingmaður. En það var eitt sem vakti eftirtekt mína fljótlega eftir að ég settist á þing. Það voru áhrif hagsmunahópa eða svokallaðra lobbýhópa. Við þekkjum öll lobbýhópana sem við sjáum í bandarísku sjónvarpsþáttum en ég hefði aldrei trúað því að slíkir hópar þrifust raunverulega á Íslandi, hvað þá að þeir gætu hreyft við málum. Fyrsta sumarið mitt sem þingmaður byrjuðu tölvupóstarnir að flæða til mín með alls kyns erindi. Á þeim tíma kom fljótlega í ljós að einn ákveðinn hópur var meira áberandi en aðrir hópar. Þetta voru ekki útgerðarmenn eða bændur. Ekki heldur verkalýðshreyfingin eða kvenréttindasamtök. Það voru rjúpnaskyttur. Mjög reiðar rjúpnaskyttur. Þær áttu ekki orð yfir fyrirhuguðu veiðibanni á rjúpum og helltust yfir mann formælingarnar fyrir þessa stórhættulegu og ólýðræðislegu og jafnvel óíslenskulegu ákvörðun sem ég kom reyndar ekki nálægt. Svona hélt þetta áfram allt haustið þar til að nokkrir þingmenn úr nokkrum ónefndum flokkum guggnuðu og birtust með þingmál, rjúpnaskyttum í hag. En allt kom fyrir ekki og rjúpurnar sluppu þessi jól. Nú er auðvitað búið að afnema þetta veiðibann.Aðrir lobbýhópar eru meira hefðbundnir, og þeir, ykkur að segja, ná sínu fram. Aðrir hópar sem hafa ekki eins sterka málsvara verða því undir í kapphlaupinu um skattfé almennings. Áhrif lobbýhópa munu án efa aukast í íslenskri pólitík á næstu misserum.           

Líkt og Ágúst segir í enda pistils síns, þá telur hann að að “Lobbýismi” muni aukast á næstunni. Ef einhver fylgist með bandarískum stjórnmálum, þá  verja fjölmargir hagsmunahópar gífurlegu fé til þess eins að hafa áhrif á skoðannir þingmanna. Mörg fjársterk samtök eru með “lobbísta” að störfum innan bandaríska þingsins til þess eins að ná “ personal contact” við þingmenn sem hafa völd og áhrif í ákveðnum málaflokkum.Gott dæmi um gífurlegan sterkan hagsmunahóp eru þau fyritæki sem stjórna oliu og gas iðnaðinum í Bandaríkjunum. Því miður er mikil tregða hjá bæði “House” og “Senate”  að hverfa til annarra orkugjafa að einhverju ráði. Það mun væntanlega breytast þegar stóru olíufélögin verða búin að sölsa undir sig þá tækni sem mun leysa ólíuna af hólmi næstu áratugi. Í lista sem sýnir fjármuni olíu-gas fyrirtækjana, sem notaðir voru til þess að styrkja flokkssjóði  ákveðinna þingmanna árið 2006, þá er í efsta sæti þingmaður frá Texas, Mr. Hutshision Kay Bailey (R-TX ) en hann fékk greiddar árið 2006, US $ 317.586,- Síðan eru 20 republikanar á topp 20 listanum. Samtals gera þetta 3.531.248,-  US.dollars   211 miljónir – 875 þús.

Í þessum topp 20-lista eru einungis Repuplikanar en yfir heildina þá greiddi gas og olíuiðnaðurinn einnig árið 2006  3.536.995,- U.S dollars til ákveðinna Demókrata. Getur eitthvað slíkt gerst á Íslandi !!   Nú þegar er orðið dýrt að fjármagna kosningabaráttuna á Íslandi.  Það er mikið fjármagn í umferð hér á Íslandi. Eru borgarbúar eða kjósendur landsbyggðarinnar að kjósa einstaklinga og flokka sem muna frekar eftir þeirri lögpersónu (fyrirtæki)  sem laumaði þúsundkallinum eða þess mun meira í síðasta kosningasjóð. E.t.v er þetta eitt af þessum málum sem má ekki ræða opinskátt. Allir þegja þetta í hel.  Í þessu málaflokki þarf almenningur að vera á varðbergi þ.s gífurleg barátta virðist vera um völd og hver fer með völdin í umboði fólksins. Því miður vill það oft gleymast hjá pólitíkusum, þangað til nokkrum vikum fyrir næstu kosningar þegar hinn almenni kjósandi verður fulgildur meðlimur í partýinu.   


Forsetabíllinn er olíuknúinn.

Þeir sem hafa ferðast utan landsteina geta gert sér í hugarlund og e.t.v skilið alla þá gífurlegu orkunotkun sem þarf til að knýja áfram heilt samfélag og veröldina.  Ef við lítum til staðreynda, þá eru um 700 miljónir bíla í notkun í dag en árið 2030 er talið að þeir verði um 1,2 miljarður. Þetta er gífurleg fjölgun á stuttum tíma. Nýi forsetabílinn hans Ólafs Ragnars, “Hybrid Lexus” mun e.t.v hægja eitthvað á þessari þróun.   

Hvernig ætla orkufyrirtækin að sjá neytendum fyrir nægu framboði af orkugjöfum !  Liggur ekki í augum uppi að verð mun fara hækkandi næstu misseri og ár, en þar fer saman minna framboð og meiri eftirspurn. Sem dæmi þá minnkaði afkastageta olíulinda í Norðursjó um 9 % á síðasta ári. 

Núna er góður tíma til að fjárfesta í olíugeiranum. Tunnan af olíu er á 72 dollara. Ég spái að verðið fari í 80 dollara í september næstkomandi og síðan í 90 í byrjun næsta árs.


Rafmagn framleitt með sjó.

waves2 Vatnið á Íslandi er eitt af því sem ég sakna mest þegar ég hef dvalist meira en  viku erlendis. Það er ekki einungis að maður þurfi að greiða fyrir vatnið erlendis, heldur jafnast ekkert á við það að drekka ískalt vatnið, beint úr íslenska krananum. 

Eins og ég hef áður bent á, þá verða vatnsréttindi sífellt verðmætari. Nú bendir ný og stórkostleg tækni, einnig til þess að land sem hefur aðgang að sjó, muni einnig verða verðmætara og þess mun ekki langt að bíða. 

Þessi tækni, ný eða gömul, er framleiðsla rafmagns með sjávarföllum (öldum). Í dag notar plánetan okkar 14.000 þús Twh af rafmagni, en talið er að virkanlegt afl í sjávarföllum sé 80.000 Twh. Tæknin sem er notuð, er ekki ósvipuð þeirri sem notuð er í vindmyllum, sem framleiða rafmagn, þ.s það eru notaðar svipaðar túrbínur. Ólíkt vindinum eru sjávarföllin mjög áreiðanleg til rafmagnsframleiðslu og engin sjónmengun er til staðar. Eins og staðan er í dag er þetta dýr framleiðsla en það mun breytast á skemmri tíma en við höldum. 

Bandaríkjastjórn hefur nýverið, sett ný lög sem heita  “Marine and Hydrokinetic Renewable Energy Promotion Act” sem leyfa fyrirtækjum að draga frá skatti fjárfestingar í sjávarfalla-iðnaðinum. Einnig hefur þingið veitt 50 miljónum dala árlega í rannsóknarstyrk. Í síðustu viku, byrjaði tilraunaverkefni með sjávarfalla rafmagnsframleiðslu í Cornwall á Englandi. Þetta verkefni mun sjá um 7500 heimilum fyrir rafmagni.  

 Eins og allir Íslendingar vita, þá búum við á eyju, umkringd Atlandshafinu. Þetta skapar okkur gífurlega möguleika í framtíðinni og er þó nóg af þeim fyrir.   


Framsóknarblús slær feilnótu í D og S moll.

Umfjöllun Kastljós um hinn umdeilda ríkisborgararétt hélt áfram í kvöld. Þar hafði Kastljós undir höndum umsókn stúlkunnar sem er eins og alþjóð veit, unnusta sonar Jónínu Bjartmarz framsóknaráðherra. 

Í umsókninni til Alsherjarnefndar eru tilgreindar ástæður stúlkurnar, sem eru anzi léttvægar, miðað við aðra umsækjendur. Stúlkan  nefndi í umsókninni að hún hygðist stefna í háskólanám til Bretlands og síðan vinna sumarvinnu á Íslandi. Ef hún fengi ekki ríkisborgarrétt þá ylli það ýmsum erfiðleikum hjá henni við sumarvinnuna. 

Í Kastljósi kom einnig fram, að erfiðara er að fá tímabundið dvalarleyfi hjá útlendingastofnun heldur en ríkisborgararétt hjá alsherjarnefnd. Þingmaðurinn, Bjarni Benediktsson, hefur sagt undanfarið í fjölmiðlum, að hann ræði ekki um mál einstakra umsækjenda. Nú er svo komið, í ljósi umfjöllunar Kastljós, að Bjarni, Guðjón og Guðrún geri sér grein fyrir alvarleika málsins og haldi blaðamannafund og horfi þannig í augu almennings og útskýri málið. Þetta er þess mun mikilvægara fyrir Bjarna og Guðjón, ætli þeir sér eitthvað í stjórnmálum í framtíðinni.  

Í umsókn stúlkunnar var tilgreint nafn sonar Jónínu ásamt heimilisfangi umhverfisráðherra.. Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins fullyrti í fréttum Rúv fyrr í kvöld, að Bjarni Ben, hefði munað allar aðrar umsóknir sem Sigurjón spurði hann út í. Því þetta skyndilega minnisleysi hjá Bjarna, ef rétt er með farið hjá Sigurjóni !  Þess má geta að Sigurjón, sem er fulltrúi Alsherjarnefndar, hefur óskað eftir vinnugögnum varðandi þetta tiltekna mál, en fyrr í kvöld hafði forseti alþingis, Frú Sólveig Pétursdóttir ekki fengið neina slíka fyrirspurn frá Sigurjóni.  

Nú þurfa Alsherjarnefndarmenn að halda blaðamannafund og það fyrr en seinna. Það er ekki hægt að bregða fyrir sig minnisleysi og fresta málunum.  Alþingismenn  verða að njóta traust sinna kjósenda. Eins og staðan er í dag, þá er það traust byggt á veikum grunni.


Skortur á vatni.

food-aid Í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er skrifuð mjög fróðleg ritstjórnargrein sem ber nafnið “skortur á vatni”. Svo háttar til, að víðast hvar, gengur mun hraðar á vatnsforðabúr heimsins en þau endurnýja sig. Þar sem vatni er dælt upp úr jörðinni, þarf sífellt að bora dýpra og dýpra eftir því. Sem dæmi, þá er gengið mjög hratt á vatnsforðabúr Sahara-eyðumerkurinnar. Sama á við um mörg fylki Bandaríkjanna.  Því miður gera margir sér ekki grein fyrir því að vatn er takmörkuð auðlind líkt og olía. 

Eins og staðan er í dag, þá er heildareftirspurn eftir vatni á jarðarkringlunni um 17% meiri en framboðið. Árið 2025 er talið að íbúar jarðarinnar verði um 9.miljarðar og samkvæmt tölum frá alþjóðabankanum þá tvöfaldast vatnseftirspurn í heiminum á 21 ára tímabili. Þetta er í raun einföld hagfræði, þ.s “ fleira fólk = eftirspurn eykst = minna framboð”.   

Það er því engin firra að tímaritið Fortune kallar vatnið sem auðlind, olíu 21.aldar. Við Íslendingar eigum e.t.v erfitt með að gera okkur grein fyrir þessum auðæfum, sem land okkar býður uppá. Enda rennur drykkjar-vatnið ómengað, beint í hendurnar á okkur og nánast án greiðslu ef miðað er við mörg önnur ríki. Þetta er ágætt að hafa í huga, þegar næsta vatnsglas er drukkið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband