Khodorkovsky kallar á hjálp.

Ég horfði á viðtal við lögfræðing Mikhail Khodorkovsky í kastljósi gærkvöldsins hjá Rúv.  Þar kom ýmislegt fram í dagsljósið sem ég hafði áður nefnt og skrifað um hér á blogginu. ( Sjá Rússland og Pútín,14.12). 

Merkilegt er að Pútín sé búinn og hafi tekist að kæfa alla stjórnarandstöðu. Lögfræðingurinn taldi að komandi kosningar í Rússlandi  yrðu alls ekki lýðræðislegar, heldur frekar krýning á nýjum valdhafa. Síðan heldur sama valdastéttin um lykla og peningavöld í Gazprom og Rosneft en þessi stærstu fyrirtæki Rússlands eiga gífurlega fjármuni sem hægt er spila með. 

Það verður fróðlegt að sjá hvort utanríkisráðherra, eða staðgengill hennar muni hitta lögfræðingi M.K. Þar sem “Frúin” er nýkomin eða er á leiðinni frá S.Afríku, þá ætti hún að hafa lært eitt og annað í þeirri ferð um mannréttindi. Eða ætla íslensk yfirvöld að blessa jarðaför Mikhail Khodorkovsky. Hann átti þess að kost að losna úr fangelsi bráðlega en sú fangelsisvist hefur staðið yfir í tæp 4 ár. Nú hafa Pútin dátar búið til nýjar fals-ákærur þannig að “Gúlagið hið nýja” mun gleypa hann. 

Jafnvel skrifstofuveldið í Brussel hefur mótmælt þessum nýju ákærum.Hvað gerir Frúin !  Eða hvað segja hinir henni að gera ?   

Mikhail Khodorkovsky er hetja. Hann flúði ekki af hólmi með auðæfi sín til vesturlanda. Hann valdi það að mæta Pútín og hans kerfi þó að hann grunaði afleiðingarnar. Hann er holdgerfingur lýðræðis. Það þarf mikið hugrekki og æðruleysi að berjast fyrir réttlætinu. Hann hefur þetta allt. Spurningin er -   hvað gerum við íslendingar ?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband