Framsóknarsjóður háttvirts ráðherra.

Athyglisverða grein má sjá hjá bloggvini mínum Þorsteini sjá hér.

Svo virðist sem framkvæmdarsjóður aldraða hafi verið misnotaður af heilbrigðisráðuneytinu. Eins og flestir vita sem gera skattskýrslu þá greiðir mikill meirihluta landsmanna í þennan sjóð og er sjóðurinn orðinn anzi digur. Nú berast fréttir af því í kjölfar fyrirspurnar Ástu Ragnheiðar alþingismanns til Sivjar Friðleifsdóttur framsóknarráðherra að framkvæmdasjóður hafi verið misnotaður. Ef mig misminnir ekki þá fjallar reglugerð um sjóðinn á þann veg að sjóðinn eigi eingöngu að nota til uppbyggingu,viðhalds,rekstur o.s.f á þjónusturýmum fyrir aldraða. 

Svo virðist sem þetta hafi verið brotið og kallast því lögbrot. Búið er að greiða úr sjóðnum talverða fjármuni í óskyld verkefni án þess að heimild hafi verið fyrir hendi samkvæmt upplýsingum sem Ásta Ragnheiður fékk í hendur frá hinu háttvirta ráðuneyti. Eitthvað virðist bókhald ráðuneytisins vera í ólagi þar sem ráðuneytið ber fyrir sig að gögn hafi týnst og þeim hafi jafnvel verið eytt !  Fyrir misseri síðan kom upp hneykslismál hjá Byrginu , þ.s rekstur og bókhald var í miklu ólagi og grunur lék á að ílla væri farið með fé almennings. Ríkisendurskoðun var sett í málið með hraði og skilaði af sér skýrslu hratt og örugglega. Forstöðumanni var vikið frá og rekstrinum hætt.  Er það ekki orðin spurning hvort að ríkisendurskoðun fari í  "endurskoðun" á framkvæmdarsjóði aldraða sem fyrst.

Það er í raun siðferðisleg spurning hvort að það sé grundvöllur fyrir framsóknarráðherrann að hefja sína kosningabaráttu nema að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi þetta mál. Einnig hlýtur framsóknarflokkurinn í heild sinni að bera ábyrgð og moka flórinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband