"Wanted" : Samgöngumálaráðherra.

Undanfarið hafa margvíslegar utanlandsferðir hinna ýmsu ráðherra vakið undrun ef ekki hneykslan hins almenna borgara.

 

Eftir áramót stendur hið háttvirta Alþingi Íslendinga yfir í 8 vikur og væntanlega lýkur því á morgun. Og hvar er Sturla Böðvarsson , samgöngumálaráðherra ?

Jú, hann fór á ráðstefnu til Bandaríkjanna í síðustu viku og spurning hvort hann verður viðstaddur eldhúsdagsumræður sem fara fram í kvöld. Kannski verður hann mættur, kemur í ljós í kvöld. Um hvað fjallaði ráðstefnan – “Markaðssetning skemmtiferðaskipa”. Er ekki til nóg af slíkri sérþekkingu á landinu !  Vill ég benda á markaðsdeild Faxaflóahafna í þessu sambandi. En Reykjavík tekur á móti langflestum skemmtiferða skipum sem koma til landsins.

 

Síðan má einnig minnast Afríku reisu Frú Valgerðar þ.s hún ásamt 3-4 starfsmönnum utanríkisráðuneytisins fóru til Uganda og síðan í kaffiboð til Sigríðar Dúnu sendiherra. Með í för voru einnig kvikmyndatökumenn Íslenska ríkissjónvarpsins.

 

Ég hef svo sem ekkert við það að athuga að ráðherrar fari á ráðstefnur ef hægt er réttlæta það fyrir almenning. Það væri hinsvegar heppilegra að það gerðist utan hins stutta og hefðbundna starfstíma Alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

För Alþingis-kvenna til Sádi-Arabíu.

Margir bíða með óþreyju eftir skýrslu um för Alþingis-kvennanna til Sádi-Arabíu, sem farin var í Janúar. Afrakstur ferðarinnar hlýtur að vera stórkostlegur.

<>

Meðal annars, fengu þær að heilsa upp á prins Salman bin Abdul Aziz, sem er alræmdur fyrir að æsa Bosníu-múslima til ofbeldisverka. Í gegnum Muslim World League, er talið að hann hafi sent um 100 miljarða króna til vígasveita múslima í Bosníu.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 15:40

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Þeim varðar ekkert um það hvort að einhver prins hafi styrkt hryðjuverk enda "íslenskir diplómatar".   Þegar prinsin (Ali Baba) á hvíta hestinum kemur í heimsókn hverfur öll dómgreind út um veður og vind.

Birgir Guðjónsson, 15.3.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband