Eru Bandaríkin tæknilega gjaldþrota.

Ég var við nám í U.S.A í þrjú ár og eru þetta land anzi hugleikið. Bandaríkin skulda 8,4 triljónir dollara ( ætla ekki að að reyna að umreikna). Einungis vaxtagreiðslur af lántökum eru 350 Biljónir dollara.

Við þetta má bæta að fleiri skuldir eiga eftir að koma til, áfallnar skuldir eru ca. 8 triljónir í viðbót. Þetta eru lífeyrisskuldbindingar bandaríska alríkissins sem eiga eftir að koma til greiðslu þegar starfsmenn fara á eftirlaun. Fyrir þá sem ekki þekkja ameríska kerfið þá er ekki lagt fyrir lífeyriskuldum hjá ríkisfyrirtækjum líkt og er gert á Íslandi.Það eru prentaðir dollarar hjá bandaríska seðlabankanum þegar á að greiða og þess vegna fellur dollarinn í verði.

Fyrr á árinu rak Bush forseti Paul O'Neill sem er og var í áhrifastarfi sem (Secretary of the Treasury, the United States), þ.s hann var í forsvari vegna skýrslu sem greindi frá því að bandaríska alríkið sér fram á að greiða 69 triljónir dollara sem var ekki búið að fjármagna. Það átti að birta þessa skýrslu opinberlega en Bush forseti kom í veg fyrir það. Nota bene ! Bandaríska alríkið er tæknilega gjaldþrota. Þes vegna eru margir seðlabanka heims að færa gjaldeyrisforða sinn yfir í Evrur og verðmæti dollarans að minnka stöðugt en það hefur gerst síðan Nixon kippti dollaranum úr tengslum við gullfótinn ( að vísu með undantekningu) frá 1971,  til að fjármagna ríkishallan af Vietnam stríðinu. ( meira seinna um þetta mál ).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband